Saksóknari efnahagsbrota heldur að sér höndum 19. júlí 2007 19:15 Saksóknari efnahagsbrota gefur ekki út neinar ákærur fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Þetta er í annað sinn sem máli er vísað frá á grundvelli þess að ekki sé heimild til þess í lögreglulögum að fela saksóknaranum sjálfstætt ákæruvald. Embætti Ríkislögreglustjórans benti héraðsdómi Norðurlands á að ákæru vegna skattalagabrota hefði verið vísað frá í byrjun júní, á grundvelli þess að það stæðist ekki lög að saksóknari efnahagsbrota hefði sjálfstætt ákæruvald. Var mælst til þéss að beðið yrði með að dómtaka málið þar til Hæstiréttur hefði skorið úr um fyrri frávísunina. Héraðsdómur hélt hinsvegar sínu striki og vísaði ákæru vegna fjögurra einstaklinga sem voru ákærðir fyrir að hafa nýtt sér kerfisvillu í heimabanka Glitnis við Gjaldeyrisviðskipti frá dómi í gær. Reglugerðin sem saksóknarinn starfar eftir var sett um síðustu áramót á grundvelli lögreglulaga. Enginn dómur hefur enn fallið í máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðar en tvö önnur slík mál eru fyrir dómi. Í dómi héraðsdóms segir að saksóknara efnahagsbrota sé með reglugerðinni í raun falið sjálfstætt ákæruvald en engin heimild sé til þess í lögreglulögum. Helgi Magnús sagði við Stöð 2 í dag að standist reglugerðin ekki lög sé það mál Dómsmálaráðuneytisins. Hann efist hinsvegar um forsendur dómsins. Hann sagðist ennfremur skilja gagnrýni sakborninga í málinu sem þyrftu nú að bíða þess í tvo þrjá mánuði að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Hann sagðist hinsvegar ósammála gagnrýni þeirra á rannsókn lögreglu. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Saksóknari efnahagsbrota gefur ekki út neinar ákærur fyrr en Hæstiréttur hefur fjallað um dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Þetta er í annað sinn sem máli er vísað frá á grundvelli þess að ekki sé heimild til þess í lögreglulögum að fela saksóknaranum sjálfstætt ákæruvald. Embætti Ríkislögreglustjórans benti héraðsdómi Norðurlands á að ákæru vegna skattalagabrota hefði verið vísað frá í byrjun júní, á grundvelli þess að það stæðist ekki lög að saksóknari efnahagsbrota hefði sjálfstætt ákæruvald. Var mælst til þéss að beðið yrði með að dómtaka málið þar til Hæstiréttur hefði skorið úr um fyrri frávísunina. Héraðsdómur hélt hinsvegar sínu striki og vísaði ákæru vegna fjögurra einstaklinga sem voru ákærðir fyrir að hafa nýtt sér kerfisvillu í heimabanka Glitnis við Gjaldeyrisviðskipti frá dómi í gær. Reglugerðin sem saksóknarinn starfar eftir var sett um síðustu áramót á grundvelli lögreglulaga. Enginn dómur hefur enn fallið í máli sem saksóknari efnahagsbrota höfðar en tvö önnur slík mál eru fyrir dómi. Í dómi héraðsdóms segir að saksóknara efnahagsbrota sé með reglugerðinni í raun falið sjálfstætt ákæruvald en engin heimild sé til þess í lögreglulögum. Helgi Magnús sagði við Stöð 2 í dag að standist reglugerðin ekki lög sé það mál Dómsmálaráðuneytisins. Hann efist hinsvegar um forsendur dómsins. Hann sagðist ennfremur skilja gagnrýni sakborninga í málinu sem þyrftu nú að bíða þess í tvo þrjá mánuði að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Hann sagðist hinsvegar ósammála gagnrýni þeirra á rannsókn lögreglu.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira