Erlent

Reykingar gegn Parkinson

Reykingamönnum steðjar helmingi minni ógn af Parkinson sjúkdómnum en reyklausum. Raunar minnka líkurnar á að sjúkdómurinn myndist eftir því hve viðkomandi hefur reykt lengi. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Háskólann í Kaliforníu. Málið er kunngjört í tímaritinu Science News.

Þegar vísindamennirnir skoðuðu 12 þúsund einstaklinga kom í ljós að þeir sem reykt höfðu meira en einn pakka af sígarettum á dag í sextíu ár voru í minnstri hættu á að fá Parkinson.

Ef rannsókn þessi stendur traustum fótum virðast sígarettu, vindla og pípureykingar mynda sterkt mótvægi við Parkinson sjúkdóminn. Hvað sem því líður er lítið deilt um að reykingar eru valdur að fjölmörgum öðrum sjúkdómum og verður þeim líklega seint beitt sem meðferðarúrræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×