Mars-jeppar í kröppum dansi Oddur S. Báruson skrifar 21. júlí 2007 14:33 MYND/Nasa Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa . Vísindi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Rannsóknar-jeppunum tveimur sem staddir eru á reikistjörnunni Mars stafar mikil ógn af heljarinnar sandstormi sem skekur nú reikistjörnuna. Jepparnir eru knúnir áfram af sólarorku en sandstormurinn er svo þykkur að geislar sólar ná ekki í gegnum hann. Óttast að óveðrið ríði jeppunum að fullu fari ekki að linna í bráð. Jepparnir tveir, Opportunity og Spirit, lentu á Mars snemma árs 2004 og hafa safnað gögnum til rannsókna á plánetunni. Þeir eru á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, Nasa. Hægt hefur verið á starfsemi jeppanna til að svara orkuskortinum. Þó má ekki slökkva alveg á þeim því halda þarf hita í vélum þeirra til að verja viðkvæman tæknibúnað. Stormurinn hefur staðið yfir í nokkrar vikur. Er hann einn sá kröftugasti sem mælst hefur á Mars. Enn er ekki séð fyrir endann á óveðrinu. Forsvarsmenn Nasa segja að ekki hafi verið gert ráð fyrir slíku ofsaveðri þegar jepparnir voru hannaðir. Meira er óttast um ástand Opportunity jeppans. Hann er staðsettur á Meridiani-lágsléttunni þar sem stormurinn er hvað svæsnastur. Rykmökkurinn yfir því svæði hindrar flæði 99 prósent sólarljóss til jeppans. Við venjulegar kringumstæður hlóð rafall Opportunity 700 vattstundir á dag. Nú hefur þeim fækkað niður í 128 á dag, sem er það lægsta sem jeppinn hefur áorkað. Áður en stormurinn skall á stóð Oppurtunity frammi fyrir þeirri háskaför að renna ofan í Viktoríu-gíginn. Vísindamenn bundu miklar vonir við ferðina þó ekki væri ráðgert að jeppinn ætti afturkvæmt úr gígnum. Vonast var til að með sýnum þaðan yrði unnt að skyggnast lengra aftur í jarðfræðisögu Mars. Ófyrirsjáanlegt er hvort úr þeirra för verði nú. Til þessa hafa Mars jepparnir þó reynst verkum sínum vaxnir og ómetanlegir við rannsóknir á Mars. Síðan þeir lentu árið 2004 hafa þeir keyrt um og tekið fjölmargar myndir og safnað jarðvegssýnum. Við skoðanir þeirra hafa meðal annars fundist vísbendingar um vatn á plánetunni. BBC greinir frá. Myndin sýnir hvernig myrkrvað hefur með vexti stormsinsMYND/Nasa .
Vísindi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira