Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. júlí 2007 18:56 Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira