Rússar ætla að senda fimm flugvélar til Grikklands sem eiga að aðstoða við að slökkva skógarelda sem geisa í landinu. Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, hafði samband við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og bað hann um aðstoð við að slökkva skógareldana.
Meðal flugvélanna sem sendar verða er Il-76 vélin sem nefnd er "vatnssprengjan" en hún getur sleppt 42 tonnum af vatni úr lofti.
Skógareldar geisa á yfir fimmtán svæðum á Grikklandi og en þar hefur hitinn undanfarna daga farið upp í 45 gráður.