Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Jónas Haraldsson skrifar 30. júlí 2007 10:50 Patch og van Emden á ferð um Belgíu. MYND/Vísir Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira