Verðbólga yfir hundrað þúsund prósent í Zimbabwe í árslok Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 09:55 Robert Mugabe, forseti Zimbabwe. MYND/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu. Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í dag að verðbólga í Zimbabwe, á ársgrundvelli, gæti náð hundrað þúsund prósentum í lok þessa árs. Þetta fullyrðir Abdoulaye Bio Tchane, yfirmaður afrískra þróunarmála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Til þess að takast á við verðbólguna í landinu ætlar seðlabankinn í Zimbabwe sér að gefa út nýjan peningaseðil, sem verður tvöfalt hærri að verðgildi en sá hæsti sem nú er í umferð. Nýi seðillinn verður 200.000 zimbabweskir dollarar og hann er metinn á um það bil einn bandarískan dollara á svarta markaðnum í landinu og um 13 á opinberu gengi. Hæsti seðillinn var áður 100.000 ZD. Sem stendur verður almenningur að bera á sér gríðarstórar upphæðir til þess eins að geta keypt sér í matinn þann daginn og vonast er til þess að þessar aðgerðir eigi eftir að draga úr því. Aðeins er eitt ár síðan Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, skar þrjú núll aftan af gjaldmiðli landsins. Aðgerðir stjórnvalda taldar auka á verðbólgunaFólk að versla í búð í Zimbabwe. Eins og sést er úrvalið vægast sagt takmarkað þar sem verslunareigendur hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa nýjar vörur eftir að stjórnvöld skipuðu þeim að lækka verð og frystu þau síðan.MYND/AFPÍ síðasta mánuði skipuðu stjórnvöld verslunum að lækka öll verð um helming og frystu þau síðan. Það var vegna þess að þau höfðu þá hækkað um 300 prósent á innan við viku. Vegna þeirra aðgerða stjórnvalda voru hundruð verslunareigenda, sem urðu ekki við skipunum stjórnvalda, handteknir fyrir að selja vörur of háu verði og voru sektaðir og jafnvel fangelsaðir. Búðum þeirra var síðan lokað í kjölfarið og við það varð matarskorturinn enn alvarlegri. Mugabe segir að aðgerðirnar séu nauðsynlegar til þess að koma reglu á markaði í landinu en hann vill meina að andstæðingar hans séu að reyna að koma honum frá með því að eyðileggja efnahag landsins. Þá neitar hann að hafa gert nokkuð sem gæti hafa komið niður á efnahag landsins og sakar þess í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Bandaríkin og Bretland um að reyna að koma sér frá völdum með því að gera landið gjaldþrota. Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Mugabe, lögbundin lækkun á vörum og frysting á verðum, eigi að lokum eftir að ýta undir skort á vörum og því auka enn á verðbólguna í landinu.
Erlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira