Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru Óli Tynes skrifar 31. júlí 2007 10:07 Ashraf Alhajouj. Palestinski læknirinn sem var ásamt fimm búlgöskum hjúkrunarkonum í fangelsi í átta ár í Libyu, hefur lýst skelfilegum pyntingum sem þau máttu þola. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt mörghundruð libysk börn af alnæmi. Ashraf Alhajouj segir að fyrstu dagana hafi hann verið geymdur í klefa með þrem hundum sem var sigað á hann. Hann segir að fætur sínir séu alsettir örum eftir bit þeirra og hann sé með stór gat á hné. Hann segir frá því að rafmagnsköplum sem búið var að skera plasthlífarnar utanaf hafi verið vafið um kynfæri hans og hann dreginn veinandi eftir gólfinu. Rafmagnskaplarnir voru einnig notaðir til að gefa honum raflost. "Þeir festu mínuskapalinn á fingur mér og plús kapalinn annaðhvort við eyra eða kynfæri mín. Þegar ég missti meðvitund helltu þeir yfir mig vatni og byrjuðu svo á nýjan leik. Ashraf segir að hjúkrunarkonurnar hafi einnig verið pyntaðar. Hann hafi margsinnis séð þeim nauðgað. Ein þeirra hafi reynt að skera sig á púls með glerbroti því hún hafi ekki þolað við lengur. Stundum voru þau öll pyntuð í sama herbergi; "Ég sá þær hálfnaktar og þær sáu mig allsnakinn þegar mér voru gefin raflost. Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru." Ashraf vísar algerlega á bug ásökunum um að þau hafi vísvitandi smitað börnin. Hann segir að hreinlætismál á sjúkrahúsinu hafi verið í hroðalegum ólestri. "Við höfðum ekki sprautur og sótthreinsunarofninn var ónýtur. Það voru bara ein skæri til þess að klippa á nafnastrengi allra barnanna sem fæddust." Erlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Palestinski læknirinn sem var ásamt fimm búlgöskum hjúkrunarkonum í fangelsi í átta ár í Libyu, hefur lýst skelfilegum pyntingum sem þau máttu þola. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt mörghundruð libysk börn af alnæmi. Ashraf Alhajouj segir að fyrstu dagana hafi hann verið geymdur í klefa með þrem hundum sem var sigað á hann. Hann segir að fætur sínir séu alsettir örum eftir bit þeirra og hann sé með stór gat á hné. Hann segir frá því að rafmagnsköplum sem búið var að skera plasthlífarnar utanaf hafi verið vafið um kynfæri hans og hann dreginn veinandi eftir gólfinu. Rafmagnskaplarnir voru einnig notaðir til að gefa honum raflost. "Þeir festu mínuskapalinn á fingur mér og plús kapalinn annaðhvort við eyra eða kynfæri mín. Þegar ég missti meðvitund helltu þeir yfir mig vatni og byrjuðu svo á nýjan leik. Ashraf segir að hjúkrunarkonurnar hafi einnig verið pyntaðar. Hann hafi margsinnis séð þeim nauðgað. Ein þeirra hafi reynt að skera sig á púls með glerbroti því hún hafi ekki þolað við lengur. Stundum voru þau öll pyntuð í sama herbergi; "Ég sá þær hálfnaktar og þær sáu mig allsnakinn þegar mér voru gefin raflost. Við heyrðum ópin og grátinn hvert í öðru." Ashraf vísar algerlega á bug ásökunum um að þau hafi vísvitandi smitað börnin. Hann segir að hreinlætismál á sjúkrahúsinu hafi verið í hroðalegum ólestri. "Við höfðum ekki sprautur og sótthreinsunarofninn var ónýtur. Það voru bara ein skæri til þess að klippa á nafnastrengi allra barnanna sem fæddust."
Erlent Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira