Vísindamenn finna gen sem eykur líkur á því að verða örvhentur Jónas Haraldsson skrifar 31. júlí 2007 12:01 Vinstra heilahvelið stjórnar tali og málfari hjá rétthentu fólki en tilfinningum hjá örvhentu fólki. MYND/Vísir Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vísindamenn hafa uppgötvað fyrsta genið sem virðist auka líkurnar á því að fólk verði örvhent. Vísindamennirnir, sem eru frá Oxford háskóla í Bretlandi, komust einnig að því að það að hafa þetta gen auki líkurnar lítillega á því að fá ýmsa geðsjúkdóma, þar á meðal geðklofa. Genið, sem kallast LRRTM1, virðist gegna lykilhlutverki í því hvaða hlutar heilans stjórna hverju, eins og tali eða tilfinningum. Rannsóknin birtist í tímaritinu Molecular Psychiatry. Í rétthentu fólki stjórnar vinstra heilahvelið tali og málfari og hægri hliðin tilfinningum. Í örvhentu fólki reynist hins vegar það öfuga gilda og vinstra heilahvelið stjórnar því tilfinningum og það hægra tali og málfari. Vísindamennirnir telja að LRRTM1 genið beri ábyrgð á þessu. Þeir telja einnig að sama genið auki líkurnar á geðklofa, sem er oft tengdur við það þegar ójafnvægi myndast í heilanum varðandi hina ýmsu starfsemi hans. Það er munur á getu rétthentra og örvhentraVinstri hönd einhvers. Viðkomandi hefur staðið sig betur í tölvuleikjum, íþróttum og slagsmálum en þarf að sætta sig við auknar líkur á ýmsum kvillum sem og það að hann gæti lent í fleiri slysum.MYND/VísirVísindamaðurinn sem var í forsvari þeirra sem rannsökuðu málið, Dr. Clyde Francks, sagði að næsta skref væri að rannsaka hlutverk gensins á þróun heilans. Hann sagðist vonast til þess að þær myndu skýra betur hversvegna heilinn er ósamhverfur. Engu að síður sagði Francks að örvhentir ættu ekki að óttast tengslin á milli þeirrar handar sem þeir nota og geðklofa. Hann sagði að það væru margir aðrir þættir sem hefðu áhrif á slíkt og að stór hluti þeirra sem væru örvhentir myndu aldrei verða geðklofa. Ýmis gögn benda til þess að raunverulegur munur sé á örvhentum og rétthentum. Rannsóknir ástralskra vísindamanna á síðasta ári sýndu fram á að örvhentir geta hugsað hraðar þegar þeir spila tölvuleiki eða íþróttir. Franskir vísindamenn komust einnig að því að það hjálpaði fólki í slagsmálum að vera örvhent. Hins vegar hefur það að vera örvhentur verið tengt við auknar líkur á ýmsum sjúkdómum og því að lenda í fleiri slysum. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira