Erlent

Leysisprentarar skaðlegir heilsunni

Oddur S. Báruson skrifar

Það getur ógnað heilsu fólk að umgangast leysisprentara. Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað örsmár skaðlegar agnir sem leysisprentarar gefa frá sér í talsverðum mæli.

Þó vísindamönnunum hafi enn ekki tekist að efnagreina agnirnar nákvæmlega eru þeir fullvissir um að þetta óþekkta efni sé skaðlegt við innöndun og valdi í það minnsta öndunarörðuleikum. Þegar í lungun er komið eiga agnirnar svo greiða leið inn í blóðrásarkerfið þar sem þær geta valdið enn meiri skaða, jafnvel aukið líkurnar á krabbameini.

Agnirnar uppgötvuðust fyrir tilviljun þegar verið var mæla skilvirkni ýmissa loftræstikerfa á vinnustöðum.

Lidia Morawska, sem stýrði rannsókninni segir að niðurstöður hópsins verði opinberaðar frekar síðar í vikunni í vefútgáfu tímaritsins Environmental Science & Technology.

Útblástur efnisins reyndist mestur þegar nýr tóner var í prentaranum og þegar prentaðar voru út myndir, sem eyða miklum tóner. Af þeim 62 leysisprenturum sem voru til skoðunar skilgreindu vísindamennirnir sautján þeirra sem mikla útblásara skaðlegra efna. 37 prentara reyndust ekki hættulegir.

Tólf tegundir af Hewlett Packard prenturum og ein af Toshiba prenturum mældust meðal mestu útblásara. Ekki var kunngjört frekar um skaðsemi ákveðinna tegunda.

Lidia Morawska telur brýna þörf á reglugerðum um leyfilegan útblástur leysisprentara. Þangað til ráðleggur hún fólki að staðsetja ekki prentarana þar sem dragsúgur dreifir ögnunum, koma upp góðu lofræstikerfi og versla ekki leysisprentara frá ofangreindum fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×