Kerfisskýring á fæð skattadrottninga Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. ágúst 2007 18:45 Margrét hafnar því að gróðavilji kvenna sé ekki eins sterkur og hjá körlum. Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. Níutíu og þrjú prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Engin kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm af níu skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Hennar gjöld munu að miklu leyti vera fjármagnstekjuskattur en hún seldi hlut sinn í fjárfestingafélaginu Milestone á síðasta ári. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður skurðhjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar sem var í hópi ríkustu manna landsins á sínum tíma. Hún hætti hjúkrunarstörfum fyrir tveimur árum og vinnur nú sem fjárfestir. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Guðrún Valdimarsdóttir er sú kona sem greiðir næsthæstu skattana, eða tæpar 64 milljónir króna. Hún er fyrrum framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Löngustéttar og seldi hlut sinn á síðasta ári. Í þriðja sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, er ekki hissa á að aðeins sex konur eru á topp tíu skattalistum níu skattaumdæma. Hún hafnar því að gróðavilji kvenfólks sé minni en karla. Launamunur sé hins vegar staðreynd og sömuleiðis að ofurlaun og konur eru sjaldnast nefnd í sömu andrá. Fréttir Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Af þeim níutíu sem raðast á topp tíu lista skattaumdæmanna eru sex konur. Skattadrottning landsins er Ingunn Gyða Wernersdóttir sem greiðir þriðju hæstu skatta landsins. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, segir fæð kvenna meðal hæstu skattgreiðenda skýrast meðal annars af því að fjármagnstekjur reiknist á þann makann sem hefur hærri launatekjur. Níutíu og þrjú prósent af tekjuhæstu einstaklingum þjóðarinnar á síðasta ári voru karlmenn. Engin kona kemst á lista yfir tíu hæstu greiðendur opinberra gjalda í fimm af níu skattaumdæmum. Skattadrottningin Ingunn Gyða Wernersdóttir greiðir tæpar 288 milljónir króna í opinber gjöld og þar með þriðju hæstu skattana á landinu öllu. Hennar gjöld munu að miklu leyti vera fjármagnstekjuskattur en hún seldi hlut sinn í fjárfestingafélaginu Milestone á síðasta ári. Ingunn er á fimmtugsaldri, menntaður skurðhjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slíkur, næstyngst fimm barna Werners Rasmussonar sem var í hópi ríkustu manna landsins á sínum tíma. Hún hætti hjúkrunarstörfum fyrir tveimur árum og vinnur nú sem fjárfestir. Ingunn komst raunar í fréttirnar fyrir skömmu þegar hún og bræður hennar keyptu Galtalækjarskóg. Guðrún Valdimarsdóttir er sú kona sem greiðir næsthæstu skattana, eða tæpar 64 milljónir króna. Hún er fyrrum framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Löngustéttar og seldi hlut sinn á síðasta ári. Í þriðja sæti er Anna Fríða Winther sem er skráð á Seltjarnarnesi og greiðir tæpar 48 milljónir í gjöld. Þá eru þrjár konur á lista yfir tíu hæstu greiðendur gjalda á Austurlandi, þær Hrefna Lúðvíksdóttir, Pálína Haraldsdóttir og Hrönn Pétursdóttir. Eina konan sem hins vegar trónir á toppi listans yfir hæstu greiðendur í sínu skattaumdæmi er Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ingibjörg er eiginkona Ólafs Ólafssonar stjórnarformanns Samskipa. Margrét Kristmannsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, er ekki hissa á að aðeins sex konur eru á topp tíu skattalistum níu skattaumdæma. Hún hafnar því að gróðavilji kvenfólks sé minni en karla. Launamunur sé hins vegar staðreynd og sömuleiðis að ofurlaun og konur eru sjaldnast nefnd í sömu andrá.
Fréttir Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira