Blóð á veggjum hótelherbergisins Guðjón Helgason skrifar 7. ágúst 2007 19:00 Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Nærri hundrað dagar eru frá því að hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal. Þar hafði hún verið skilin ein eftir sofandi með tveimur yngri systkinum sínum meðan foreldra þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað. Sérstakir leitarhundar bresku lögreglunnar fundu blóð í herberginu í síðustu viku en sérfræðingar portúgölsku lögreglunnar höfðu áður ekki komið auga á það við hefðbundna leit. Breska lögreglan hefur undanfarnar vikur farið yfir gögn í málinu og þess vegna var leitað aftur á hótelherberginu. Einnig var leitað á heimili Roberts Murats, sem hefur legið undir grun í málinu. Engin ný gögn fundust þar. Murat er Breti, búsettur í Portúgal. Að sögn portúgalskra miðla hafa breskir rannsóknarmenn kallað lögreglumenn morðdeilda til rannsóknarinnar og af því dregin sú ályktun að stúlkan hafi hugsanlega verið myrt - jafnvel á hótelherberginu. Foreldrar Madeleine sögðu hins vegar í sjónvarpsviðtali í dag að þau væru sannfærð um að dóttir þeirra væri enn á lífi. Gerry McCann, faðir hennar, sagðist viss um að Madeleine hafi verið á lífi þegar hún var numin á brott en auðvitað ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst síðan þá með nokkurri vissu. Kate, móðir Madeleine, sagði portúgölsku lögregluna enn tala um leit að lifandi stúlku og það gefi þeim hjónunum von. Erlent Fréttir Madeleine McCann Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Nærri hundrað dagar eru frá því að hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal. Þar hafði hún verið skilin ein eftir sofandi með tveimur yngri systkinum sínum meðan foreldra þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað. Sérstakir leitarhundar bresku lögreglunnar fundu blóð í herberginu í síðustu viku en sérfræðingar portúgölsku lögreglunnar höfðu áður ekki komið auga á það við hefðbundna leit. Breska lögreglan hefur undanfarnar vikur farið yfir gögn í málinu og þess vegna var leitað aftur á hótelherberginu. Einnig var leitað á heimili Roberts Murats, sem hefur legið undir grun í málinu. Engin ný gögn fundust þar. Murat er Breti, búsettur í Portúgal. Að sögn portúgalskra miðla hafa breskir rannsóknarmenn kallað lögreglumenn morðdeilda til rannsóknarinnar og af því dregin sú ályktun að stúlkan hafi hugsanlega verið myrt - jafnvel á hótelherberginu. Foreldrar Madeleine sögðu hins vegar í sjónvarpsviðtali í dag að þau væru sannfærð um að dóttir þeirra væri enn á lífi. Gerry McCann, faðir hennar, sagðist viss um að Madeleine hafi verið á lífi þegar hún var numin á brott en auðvitað ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst síðan þá með nokkurri vissu. Kate, móðir Madeleine, sagði portúgölsku lögregluna enn tala um leit að lifandi stúlku og það gefi þeim hjónunum von.
Erlent Fréttir Madeleine McCann Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira