Erlent

Geimgangan gekk vel

MYND/nasa

Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. Snúðvísir (e. gyroscope) er græja sem sér til þess að stöðin haldist á réttri sporbraut um jörðu.

Um var að ræða aðra af fjórum geimgöngum sem fyrirhugaðar eru í leiðangri Endeavour.

Enn liggja vísindamenn Nasa á jörðu niðri yfir gögnum um litla en djúpa holu sem myndaðist í hitateppi skutlunnar við lofttak hennar. Ekki hefur verið ákveðið hvort ráðist verður í viðgerðir. Þá varð hitateppið fyrir öðru smávægilegu hnjaski þegar ferjan tengdist geimstöðinni. Það mál er einnig til skoðunar.

Að öðru leyti hefur leiðangur Endeavour gengið ljómandi vel. Haldið verður áfram fylgjast með ferjunni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×