Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 18:30 Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira