Sport

Íslandsmótið í strandblaki var haldið um helgina

Laugardaginn 18. ágúst var Íslandsmótið í strandblaki haldið í Fagralundi í Kópavogi, og var þetta eitt stærsta Íslandsmót sem haldið hefur verið til þessa. Níu kvennalið og átta karlalið skráðu sig til keppni, og til marks um hve keppnin var hörð og jöfn þá fóru 5 leikir hjá körlum í þrjár hrinur og 4 leikir hjá konunum, en eingöngu þarf að vinna tvær hrinur í strandblaki til að vinna leik.

Helstu úrslit urðu þau að í kvennaflokki sigruðu þær Heiðbjört Gylfadóttir og Þórey Haraldsdóttir annað árið í röð, en í karlaflokki þeir Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson fjórða árið í röð.

Hægt er að lesa allt um mótið hér.

www.bli.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×