Erlent

Persónupplýsingum stolið

Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com.



Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum.

Talið er að þeir ætli að nota upplýsingarnar til að senda ruslpóst og reyna að sannfæra notendur um að láta af hendi bankaupplýsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×