Rammíslensk fiðla í rammíslensku safni 22. ágúst 2007 14:36 Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur. Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sunnudaginn 26. ágúst er komið að síðustu stofutónleikum Gljúfrasteins í sumar. Á þeim munu þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja verk eftir Ludwig van Beethoven og Fritz Kreisler. Guðný mun auk þess vígja nýja fiðlu sem smíðuð var á Íslandi af Hans Jóhannssyni fiðlusmiði. Hans Jóhannsson lærði fiðlusmíði í Englandi og hefur lagt stund á þá iðn síðan 1980. Hann starfaði 12 ár í Lúxembúrg en síðustu 10 ár hefur hann verið með verkstæði í Ingólfsstræti. Að sögn Guðnýjar er Hans orðinn þekktur fiðlusmiður á erlendri grundu og smíðar hann aðallega fyrir erlendan markað. Guðný varð sjálf mjög hrifin af fiðlu sem hann smíðaði í sumar og ákvað að eigna sér hana. Í samtali við Vísi sagðist hún alltaf geta á sig fiðlum bætt. Henni finnst einnig vel við hæfi að vígja hina rammíslensku fiðlu í Gljúfrasteini. Fiðlan góðaHans segir vandasamt verk að búa til fiðlur. Mikill tími fer í undirbúning og í að finna rétta efnið. Hann segir flest fiðlusmiði reyna að líkja eftir frægum hljóðfærum en að hann hafi í gegnum tíðina reynt að þróa eigið módel. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir er 500 krónur.
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira