Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma.
Ljóst er að Baldini mun fá langt bann fyrir þessa hegðun sína en hann mætti ekki á blaðamannafund eftir leikinn.
„Baldini ætti að skammast sín. Ef hann væri þjálfari hjá okkur yrði hann rekinn á staðnum. Ég hef verið í mörg ár í kringum fótboltann en hef aldrei upplifað annað eins. Ef við getum ekki hegðað okkur getum við ekki krafist þess að áhorfendur geri það," sagði Tommaso Ghirardi hjá Parma.