Brann lifandi með fjórum börnum sínum Óli Tynes skrifar 28. ágúst 2007 16:15 Eldar loga um allt Grikkland. Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni. Börn Athanasiu Paraskevapoulo voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Þegar eldarnir voru við það að umkringja Artemida þurfti Athanasia eins og þorpsbúar eitthundrað að ákveða hvort þeir skyldu reyna að flýja, eða halda kyrru fyrir og vona að eldarnir næðu ekki að húsi móður hennar. En eldarnir nálguðust bæinn hratt og skelfing greip um sig þegar fréttist að slökkviliðssveitir kæmust ekki til þeirra. Fjölmargir ákváðu þá að reyna að forða sér upp á eigin spýtur og bílalest lagði af stað úr bænum. Athanasia og börn hennar voru þar á meðal. Þegar kom að krossgötum varð fólkið að ákveða hvort það héldi áfram niður til nágrannabæjarins Zahora eða héldi upp fjallið. Það ákvað að fara niðureftir. Vegna reyks var skyggni lítið sem ekkert og þegar bílalestin var komin nokkra kílómetra niðureftir fjallinu lentu fremstu bílarnir í hörðum árekstri við slökkviliðsbíl sem var á leið til Artemida. Við áreksturinn valt slökkviliðsbíllinn þvert yfir veginn og lokaði honum. Fólkið átti þá ekki annarra úrkosta að flýja upp fjallið með eldana á eftir sér. Meðal fólksins var Athanasia. Hún komst ekki hratt yfir með börnin sín fjögur. Á laugardagsmorgun fundust kolbrunnin lík hennar og barnanna yst á bjargbrún. Börnin voru í faðmi móður sinnar. Alls fórust 24 þorpsbúar en þorpið þeirra slapp við eldana. Erlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni. Börn Athanasiu Paraskevapoulo voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Þegar eldarnir voru við það að umkringja Artemida þurfti Athanasia eins og þorpsbúar eitthundrað að ákveða hvort þeir skyldu reyna að flýja, eða halda kyrru fyrir og vona að eldarnir næðu ekki að húsi móður hennar. En eldarnir nálguðust bæinn hratt og skelfing greip um sig þegar fréttist að slökkviliðssveitir kæmust ekki til þeirra. Fjölmargir ákváðu þá að reyna að forða sér upp á eigin spýtur og bílalest lagði af stað úr bænum. Athanasia og börn hennar voru þar á meðal. Þegar kom að krossgötum varð fólkið að ákveða hvort það héldi áfram niður til nágrannabæjarins Zahora eða héldi upp fjallið. Það ákvað að fara niðureftir. Vegna reyks var skyggni lítið sem ekkert og þegar bílalestin var komin nokkra kílómetra niðureftir fjallinu lentu fremstu bílarnir í hörðum árekstri við slökkviliðsbíl sem var á leið til Artemida. Við áreksturinn valt slökkviliðsbíllinn þvert yfir veginn og lokaði honum. Fólkið átti þá ekki annarra úrkosta að flýja upp fjallið með eldana á eftir sér. Meðal fólksins var Athanasia. Hún komst ekki hratt yfir með börnin sín fjögur. Á laugardagsmorgun fundust kolbrunnin lík hennar og barnanna yst á bjargbrún. Börnin voru í faðmi móður sinnar. Alls fórust 24 þorpsbúar en þorpið þeirra slapp við eldana.
Erlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira