Einföld lagasetning dygði 29. ágúst 2007 18:55 Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Einföld lagasetning dygði til að hindra fyrirtæki í að rukka fólk um seðilgjöld, segir Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður sem kærði útskriftargjald Símans til Eftirlitsstofnunar EFTA, í fyrra. Hvorki Kaupþing né Glitnir vilja gefa upp hversu mikið þeir hafa rukkað í seðilgjöld af viðskiptavinum. Umræðan um seðilgjöld blossar reglulega upp, nú síðast eftir að forstjóri Neytendastofu sagði þau oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Í kjölfarið kom í ljós að viðskiptaráðherra undirbýr sérstaka skoðun á þessum gjöldum, sem geta numið allt að 120 þúsund krónur á á hvert heimili í landinu. Nú síðast sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur að gjöldin væru ólögleg. Hörður Einarsson hæstaréttarlögmaður kærði seðilgjöld Símans til ESA í maí í fyrra en engin niðurstaða hefur fengist í málið. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að einföld lagasetning myndi koma í veg fyrir að fyrirtæki gætu rukkað fólk fyrir að tilkynna því um skuld sína - með öðrum orðum, að borga fyrir að fá að borga. Hann undraðist það ekki að slík lög hefðu ekki verið sett, enda væri mikið látið eftir stórfyrirtækjum í landinu og tilhneiging til þess hjá stjórnvöldum, sama hvar í flokki þeir sætu, að gera vel við þá sem ekki þurfa á því að halda. Stóru viðskiptabankarnir þrír innheimta seðilgjöld og sjá auk þess um innheimtu fyrir fjölmörg önnur fyrirtæki. Þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag að fá upplýsingar um hversu mikið bankarnir hefðu tekið inn í seðilgjöldum á síðasta ári vildu hvorki Glitnir né Kaupþing gefa það upp. Ekki fékkst uppgefið hvort seðilgjöld þeirra endurspegluðu raunkostnað við að senda út greiðsluseðla. Landsbankinn svaraði ekki. Athugull áhorfandi hafði samband við fréttastofu og sagði að ríkið tæki líka til sín seðilgjöld - og vísaði þar til úrvinnslugjalds sem Tollstjóri rukkar, upp á 350 krónur, og tilkynningar- og seðilgjöld Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust í dag þær upplýsingar að úrvinnslugjaldið væri ekki seðilgjald - heldur skattur, með stoð í lögum, og á að standa meðal annars undir kostnaði við endurnýta eða farga úrgangi.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira