Um 10 þúsund aðkomumenn á Ljósanótt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. september 2007 12:07 Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld. Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur farið friðsamlega fram að sögn lögreglu, fyrir utan nokkur ölvunartilfelli og minniháttar líkamsárás. Hótel í bænum eru yfirfull og svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla hefur verið sjöfaldað. Búist er við að mannfjöldinn verði yfir 40 þúsund í kvöld en tæplega 10 þúsund manns hafa komið í bæinn vegna hátíðarinnar. Dagskrá Ljósanætur er þéttskipuð ýmsum menningarviðburðum. Listasýningar fara fram víða um bæinn og í gærkvöldi var boðið upp á Dýrin í Hálsakógi á útisviði á Keflavíkurtúni. Kjötsúpa var í boði fyrir fyrstu fimm þúsund gestina og í kjölfarið fóru fram tónleikar á hátíðarsviði þar sem Hjálmar, Baggalútur, Megas og Hálft í hvoru komu fram. Mikill erill var í bænum að sögn lögreglu og var allt lið tiltækt að störfum auk þess sem aðstoð var fengin frá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubátur er gerður út um helgina sem sinnir löggæslustörfum við ströndina, en bátahöfnin er full af seglskútum. Nokkur minni háttar mál komu til kasta lögreglunnar, meðal annars líkamsárás á veitingastaðnum Paddy´s þar sem karlmaður slasaðist lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim eftir skoðun. Einn gisti fangageymslur vegna ölvunar og tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þá var karlmaður tekinn með lítið magn meintra fíkniefna og yfirheyrður. Honum var sleppt og telst málið upplýst. Nú klukkan eitt verður árgangagangan, en hápunktur hátíðarinnar er í kvöld á hátíðarsviðinu þar sem Garðar Thor Cortes kemur meðal annars fram og Ljósalagið verður flutt. Flugeldasýning verður síðan klukkan ellefu. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns Ljósanæturnefndarinnar hefur stemningin verið gríðarlega góð og ánægjulegt að sjá fjölgun þátttakenda á fimmtudags- og föstudagskvöldi frá síðustu árum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á http://www.ljosanott.is/ en henni lýkur annað kvöld.
Innlent Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira