Fiskimenn á Eystrasalti verða að minnka þorskveiðar sínar um þriðjung á þessu ári ef stofninn á ekki að hverfa, að sögn Evrópusambandsins. Vísindamenn hafa lengi varað við því að ofveiði sé að útrýma þorskstofninum í austurhluta Eystrasaltsins og hafa viljað setja algert veiðibann. Þeir hafa einnig viljað minnka veiðarnar í vesturhlutanum um helming.
Evrópusambandið hefur hinsvegar kosið að fara þá leið að minnka veiðarnar smám saman vegna þeirra efnahagsáhrifa sem algert bann hefði í för með sér. Vísindamenn hafa einnig áhyggjur af laxastofninum í Eystrasalti. Þeir vilja minnka veiðar á honum um 15 prósent.
Síldarstofnin þykir hinsvegar standa vel og hefur verið lagt til að þær verði auknar um 11 prósent á næsta ári.