Menn á vegum lögmanns leita að Hörpu 6. september 2007 12:42 MYND/Harpa Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri haustið 2005 segir að menn á hans vegum séu nú að leita að bátnum. Svo gæti farið að leitin nái út fyrir landsteinana en Jónas segist hafa selt bátinn áður en farið var fram á svokallaða löggeymslu á honum. Jóhannes segir í samtali við Vísi að það sé gott að fá það fram að Jónas segist ekki hafa átt bátinn á þessum tíma. Hingað til hafi hann haldið öðru fram, meðal annars fyrir héraðsdómi. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á það í desember 2006 að báturinn yrði tekinn í löggeymslu. Þá hafði dómur fallið í málinu í héraðsdómi og beðið var dóms Hæstaréttar. Eftir að dómur féll í Hæstarétti var fjárnámsbeiðni lögð fram. Nú finnst báturinn hins vegar hvergi og því ekki hægt að bjóða hann upp. „Þegar löggeymslugerðin sjálf var gerð fórum við og skoðuðum bátinn þar sem hann var geymdur í Garðabæ," segir Jóhannes. „Þegar báturinn var síðan tekinn í löggeymslu fór ég aftur og skoðaði bátinn og það get ég sannað," segir Jóhannes. Hann bendir á að Jónas hafi aldrei gert neinar athugasemdir við löggeymsluna og að hann hafi aldrei minnst á að báturinn hefði verið seldur. Erfitt gæti hins vegar verið að sýna fram á hver átti bátinn og hvenær, þar sem hann var aldrei skráður hér á landi. Jóhannes segir að ekkert styðji þann framburð Jónasar að báturinn hafi verið seldur í byrjun árs, 2006. Jónas hafi haft fjölmörg tækifæri til að sýna fram á að hann ætti ekki bátinn og það hafi hann ekki gert. Jóhannes segir einnig að ef í ljós komi að Jónas hafi selt bátinn í trássi við löggeymslugerðina verði Jónas væntanlega ákærður enda um refsivert brot að ræða. Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Jóhannes R. Jóhannsson, lögmaður aðstandenda þeirra sem létust þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri haustið 2005 segir að menn á hans vegum séu nú að leita að bátnum. Svo gæti farið að leitin nái út fyrir landsteinana en Jónas segist hafa selt bátinn áður en farið var fram á svokallaða löggeymslu á honum. Jóhannes segir í samtali við Vísi að það sé gott að fá það fram að Jónas segist ekki hafa átt bátinn á þessum tíma. Hingað til hafi hann haldið öðru fram, meðal annars fyrir héraðsdómi. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst á það í desember 2006 að báturinn yrði tekinn í löggeymslu. Þá hafði dómur fallið í málinu í héraðsdómi og beðið var dóms Hæstaréttar. Eftir að dómur féll í Hæstarétti var fjárnámsbeiðni lögð fram. Nú finnst báturinn hins vegar hvergi og því ekki hægt að bjóða hann upp. „Þegar löggeymslugerðin sjálf var gerð fórum við og skoðuðum bátinn þar sem hann var geymdur í Garðabæ," segir Jóhannes. „Þegar báturinn var síðan tekinn í löggeymslu fór ég aftur og skoðaði bátinn og það get ég sannað," segir Jóhannes. Hann bendir á að Jónas hafi aldrei gert neinar athugasemdir við löggeymsluna og að hann hafi aldrei minnst á að báturinn hefði verið seldur. Erfitt gæti hins vegar verið að sýna fram á hver átti bátinn og hvenær, þar sem hann var aldrei skráður hér á landi. Jóhannes segir að ekkert styðji þann framburð Jónasar að báturinn hafi verið seldur í byrjun árs, 2006. Jónas hafi haft fjölmörg tækifæri til að sýna fram á að hann ætti ekki bátinn og það hafi hann ekki gert. Jóhannes segir einnig að ef í ljós komi að Jónas hafi selt bátinn í trássi við löggeymslugerðina verði Jónas væntanlega ákærður enda um refsivert brot að ræða.
Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira