Hryðjuverkaútkall lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir hádegi, reyndist vera gabb. Tilkynnt var um sprengiefni og hugsanleg efnavopn. Lögreglan tól kallið alvarlega, girti af hverfið og flutti fólk á brott. Nú er verið að reyna að finna þá sem göbbuðu hana og eiga þeir ekki von á góðu ef þeir nást.
