Asafa Powell hlaut uppreisn æru 10. september 2007 10:27 Asafa Powell er konungur spretthlaupanna AFP Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages Erlendar Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sjá meira
Spretthlauparinn Asafa Powell hlaut uppreisn æru á Ítalíu um helgina þegar hann setti glæsilegt heimsmet í 100 metra hlaupi. Aðeins nokkrum dögum eftir að hafa aðeins náð bronsi á HM í Osaka hefur þessi fljóti Jamaíkumaður nú skráð nafn sitt varanlega í sögubækurnar. Asafa Powell ætlaði sér aldrei að verða íþróttamaður og setti stefnuna á að verða verkfræðingur. Eldri bróðir hans Donovan náði í undanúrslit í 100 metra hlaupi á HM árið 1999, en litli bróðir hefur nú bókstaflega tekið fram úr honum. Öfugt við marga af löndum sínum hefur Powell einsett sér að æfa eingöngu í heimabæ sínum Kingston á Jamaíku. Powell vakti fyrst athygli á HM árið 2003 þegar hann var dæmdur úr keppni fyrir að þjófstarta ásamt Jon Drummond. Tímabilið eftir var Powell talinn sigurstranglegur á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir að hafa hlaupið níu hlaup í röð á innan við 10 sekúndum. Vonbrigðin héldu þó áfram og hann náði aðeins fimmta sætinu og dró sig í kjölfarið úr keppni í úrslitum 200 metra hlaupsins. Árið eftir var betra fyrir Powell þar sem hann setti sitt fyrsta heimsmet þegar hann hljóp á tímanum 9,77 og átti eftir að ná þeim tíma aftur. Justin Gatlin átti raunar eftir að bæta þann tíma, en tími hans 9,76 var ekki viðurkenndur vegna mikils meðvinds. Gatlin féll síðar á lyfjaprófi og hefur árangur hans verið þurrkaður út. Powell var einn þriggja íþróttamanna sem hirtu gullpottinn á gullmótunum í fyrra þegar hann sigraði í öllum 6 100 metra hlaupunum á mótaröðinni. Hann varð hinsvegar fyrir miklum vonbrigðum þegar hann náði aðeins þriðja besta tímanum í úrslitum HM í Osaka í Japan um daginn á eftir þeim Tyson Gay og Derrick Atkins, en silfrið í boðhlaupinu var honum þó nokkur sárabót. Það var svo núna um helgina sem Powell átti draumahlaupið á Rieti á Ítalíu þar sem veðurskilyrði voru einstaklega hagstæð og tryggðu honum hið frábæra methlaup þar sem hann kom í mark á 9,74 sekúndum. Það er langbesta 100 metra hlaup sögunnar. Powell hafði lýst því yfir eftir vonbrigðin í Osaka að hann myndi slá heimsmetið áður en árið kláraðist til að bæta fyrir hrakfarirnar í Japan - og það gerði hann með stæl. Metið setti Powell í undanúrslitahlaupinu á mótinu um helgina og slakaði á á síðustu metrunum til að spara orkuna fyrir úrslitahlaupið. Í úrslitahlaupinu var enginn meðvindur og þar hljóp hann á 9,80 sekúndum - en það er hraðasta hlaup allra tíma ef tekið er mið af vindi. Þróun heimsmetsins í 100 metra hlaupi (tími,nafn,staður,ár) 9.74 A Powell, Rieti 2007 9.77 A Powell, Aþenu 2005 9.79 M Greene, Aþenu 1999 9.84 D Bailey, Atlanta 1996 9.85 L Burrell, Lausanne 1994 9.86 C Lewis, Tokíó 1991 9.90 L Burrell, New York 1991 9.92 C Lewis, Seúll 1988 9.93 C Smith, Colorado 1983 9.95 J Hines, Mexikó 1968 Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að sjá myndaalbúm af Asafa Powell. Asafa Powell er fljótasti maður jarðarAFPPowell tapar fyrir Tyson Gay á HM á dögunumNordicPhotos/GettyImagesPowell situr fyrir á ströndinni í Kingston í heimalandinu þar sem hann æfir allt áriðNordicPhotos/GettyImagesFerill Powell hefur ekki verið samfelldur dans á rósum þó hann sé óumdeildur konungur spretthlaupannaNordicPhotos/GettyImages
Erlendar Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sjá meira