Stefán stöðvaði slagsmál liðsfélaga sinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2007 11:25 Stefán Gíslason í leik með Lyn í norsku deildinni fyrr í sumar, rétt áður en hann gekk til liðs við Bröndby. Mynd/Scanpix Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ekkert gengur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Bröndby. Liðið tapaði 3-0 fyrir AaB á útivelli um helgina. Eftir þriðja markið sinnaðist Peter Madsen og Morten Rasmussen, leikmönnum Bröndby, og skiptust á höggum áður en Stefán og félagar gengu á milli. "Ég vil nú varla segja að þetta hafi verið slagsmál, meira í líkingu við stimpingar," sagði Stefán í samtali við Vísi. "Það hefur verið talað um að menn hafi fengið högg í andlitið. Mér finnst full harkalegt að halda því fram. Menn ýttu hvorum öðrum og rifust." Eftir tapið situr Bröndby í ellefta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar sem er fallsæti. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðunum og ekki unnið útileik á Jótlandi í næstum tvö ár. "Það hefur verið heilmikil pressa á liðinu og hefur gengið verið slakt. Pirringur er fylgifiskur þess." Hann neitar því ekki að liðið hefur valdið stuðningsmönnum sínum gríðarlega miklum vonbrigðum. Stefán gekk til liðs við félagið nú fyrr í sumar og játar því að þetta sé engin draumastaða fyrir hann. "Það tekur allt smá tíma að koma sér inn í liðið og öllu sem því fylgir. Það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir mig vegna gengi liðsins. Það er lítið sjálfstraust í liðinu og maður fær litla hjálp. Þetta er allt öðruvísi en að koma inn í lið sem gengur vel." Þrátt fyrir slæma stöðu liðsins er nóg eftir af deildinni og er Stefán ekki farinn að hugleiða fallslaginn neitt sérstaklega. Hann segir þó að líkja megi stöðu liðsins við stöðu KR í Landsbankadeild karla. "Bröndby, rétt eins og KR, er félag sem hefur alltaf verið í toppbaráttunni. Við eigum heima þar miðað við þann mannskap sem liðið er með og þær aðstæður sem það hefur. Ég held að vandamálið sé jafnvel orðið sálrænt en við þurfum einfaldlega að hysja upp brækurnar." Fyrir stuttu gerði Peter Schmeichel tilboð í félagið ásamt nokkrum öðrum en því var hafnað. "Forráðamönnum félagsins leist ekki á þá sem voru með Schmeichel í tilboðinu. Þeir vilja líka ekki setja félagið í hendur fárra aðila. Það er skráð á hlutabréfamarkaðinn og þeim hugnast ekki að örfáir aðilar geti umturnað öllu því sem félagið stendur fyrir."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira