Fótbolti

Ljótt atvik varpar skugga á sigurhátíð Celtic

NordicPhotos/GettyImages

Glæsilegur sigur Glasgow Celtic á Evrópumeisturum AC Milan í kvöld gæti átt eftir að reynast félaginu dýr, því ljótt atvik undir lokin setti svip sinn á leikinn.

Áhorfandi hljóp þá inn á völlinn og virtist slá Dida markvörð Milan kinnhesti með þeim afleiðingum að bera þurfti markvörðinn af velli. Brasilíumaðurinn reyndi fyrst að elta árásarmanninn eftir löðrunginn, en hætti svo við það og kastaði sér í jörðina með leikrænum hætti.

Celtic gæti átt yfir höfði sér harða refsingu fyrir að missa áhorfanda inn á völlinn og er Knattspyrnusamband Evrópu þegar búið að taka málið fyrir.

Þetta er í annað skipti sem Dida verður fyrir "árás" í leik í Meistaradeildinni en hann varð fyrir blysi í fjórðungsúrslitaleik Milan og Inter fyrir tveimur árum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×