Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan var í dag kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá Alþjóðasamtökum knattspyrnumanna. Meira en 45,000 knattspyrnumenn tóku þátt í kjörinu, en það var landi Kaka, Ronaldinho hjá Barcelona, sem sæmdur var verðlaununum í fyrra.
Hinn 25 ára gamli Kaka var lykilmaður í liði Evrópumeistara Milan á síðustu leiktíð og varð m.a. markakóngur keppninnar með 10 mörk - þar af þrjú í undanúrslitaleikjunum við Manchester United.
Þá var einnig valið úrvalslið leikmanna fyrir síðustu leiktíð og það var skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður: Gianluigi Buffon - Ítalíu/Juventus
Varnarmenn: Alessandro Nesta - Ítalíu/AC Milan, Fabio Cannavaro - Ítalíu/Real Madrid, John Terry - Englandi/Chelsea og Carles Puyol - Spáni/Barcelona.
Miðjumenn: Steven Gerrard - Englandi/Liverpool, Cristiano Ronaldo - Portúgal/Manchester United, Leo Messi - Argentínu/Barcelona og Kaka - Brasilíu/AC Milan.
Framherjar: Didier Drogba - Fílabeinsströndin/Chelsea og Ronaldinho - Brasilía/Barcelona