Erlent

Slapp við sekt með því að sýna fram villu í hraðamælingum lögreglu

MYND/PB

Breskur vísindamaður sem lögreglaði ætlaði að sekta fyrir of hraðan akstur var ekki á því að fallast á það og sýndi fram á að hann hafi ekki ekið of hratt. Það gerði hann með tæki sem hann hafði sjálfur hannað og reyndist mun nákvæmara en hraðamyndavél lögreglunnar.

Dr Phillip Tann var ákærður fyrir að aka á 42 mílna hraða á svæði þar sem heimilt er að aka á 30 mílna hraða. Tann sýndi hins vegar fram á fyrir rétti að hann hafi aðeins ekið á 29,17719 mílna hraða. Það gerði hann með tækinu sem hann hafði hannað og sýndi nákvæmlega hvenær, hvar og hve hratt Mercedes bifreið hans hefði verið ekið. Dómarinn féllst á málflutning Tanns og sýknaði hann af ákærunni. Tækið er byggt inn í venjulegan GSM síma og er því mjög handhægt.

Vísindamaðurinn ætlar að ræða við lögregluna um mögulegt samstarf á sviði hraðamælinga í framtíðinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×