Vísir kom Marel í vanda í Molde Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. október 2007 21:53 Marel Jóhann Baldvinsson, leikmaður Molde. Mynd/Hörður Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Viðtal Fréttablaðsins við Marel Baldvinsson sem birtist hér á Vísi hefur valdið miklu fjaðrafoki í Noregi og þá sérstaklega Molde. Í viðtalinu segir Marel, sem er leikmaður Molde í norsku 1. deildinni, að Molde sé draugabær og að hann myndi taka fyrstu flugvél heim gæfist honum tækifæri til þess. Norskir fjölmiðlar tóku málið upp og í dag birti eitt stærsta dagblað Noregs, Verdens Gang, heilsíðuumfjöllun um málið. Fjöldamargir netmiðlar í Noregi hafa fylgt málinu eftir og vísað í fréttina sem birtist hér á Vísi. „Þetta er búið að setja allt í háaloft," sagði Marel við Vísi. Hann hefur gert lítið úr ummælum sínum við Fréttablaðið í norskum fjölmiðlum. Þjálfari Molde hefur einnig rætt við Marel um málið og sagt að málinu væri lokið af hans hálfu. „Þjálfarinn sagði að ég væri fagmaður þegar kæmi að fótboltanum en fjölmiðlar hafa reyndar gert allt of mikið úr þessu. Það er búið að blása þetta upp margfalt verra en þetta er." Hann neitar því ekki að honum líkar lífið ekkert sérstaklega vel í Molde. „Það hefur þó ekkert að gera með neina persónu hér. Auðvitað langar mig að spila fótbolta með liðinu, sérstaklega þegar það er komið í úrvalsdeildina, en ef fjölskyldu manns líður illa hérna gerir það manni óneitanlega erfitt fyrir." Fótbolti.net birti frétt um málið í gær og sagði í fréttinni að Marel væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta. „Það er algjör della," sagði Marel. „Þeir þýddu greinilega upp úr staðarblaðinu hér og gerðu það svona vitlaust. Í blaðinu stóð að einhverjir stuðningsmenn ætluðu hugsanlega að grípa til einhverra aðgerða gegn mér í næsta heimaleik og spurðu mig hvort mig kvíddi eitthvað fyrir því. Ég sagði að ég myndi ekki kvíða fyrir því að spila fótbolta. En fótbolti.net þýddi þetta sem svo að ég væri búinn að missa alla löngun til að spila fótbolta sem er auðvitað algjör fásinna." Marel hefur þó fengið þau skilaboð að félagið vilji halda honum út samningstímann sem nær út næsta tímabil. „Við verðum bara að sjá hvað verður," sagði Marel.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45 Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Molde aftur upp í úrvalsdeildina Með 3-1 sigri á Haugasundi í kvöld er ljóst að Molde er komið aftur upp í norsku úrvalsdeildina eftir árs fjarveru. Liðið er ellefu stigum frá þriðja sæti 1. deildarinnar en tvö efstu liðin komast beint upp. 8. október 2007 18:45
Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. 10. október 2007 07:45