Óttast stjórnarskipti Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 18:45 Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld. Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Ráðamenn í Washington fylgjast uggandi með pólsku þingkosningunum á morgun. Verði sitjandi stjórn felld gætu áætlanir um eldflaugavarnarkefi Bandaríkjamanna í Austur-Evrópu verið í uppnámi. Nýjustu kannanir benda til þess að stjórn eftir kosningarnar verði Jaroslaw Kacynski ekki lengur forsætisráðherra. Kaczynski er leiðtogi hins íhaldssama Laga- og réttlætisflokks og tvíburabróðir Lech Kaczynskis forseta Póllands. Við valdataumunum taki annar hægrimaður, Donald Tusk, leiðtogi Borgaralegs vettvangs og mótframbjóðandi Lechs í forsetakosningunum 2005. Munurinn mælist nú á bilinu 4 til 17%. Tusk hefur lofað umbótum í efnahagsmálum og heimkvaðningu hermanna frá Írak. Grzegor Schetyna, framkvæmdastjóri Borgaralegs vettvangs, flokks Tusks, segir Pólverja trygga bandamenn Bandaríkjamanna en þeir telji hins vegar að hlutverki þeirra í Írak ætti að vera lokið og verkefnum sem þeim var falið einnig. Bandaríkjamenn fylgjast því vandlega með kosningabaráttunni - ekki síst vegna eldflaugavarnarkerfisins sem þeir ætla að byggja í Póllandi og Tékklandi. Það kerfi er þyrnir í augum Rússa. Flokkur Tusks vill fá Atlantshafsbandalagið inn í málið. Schetyna segir þetta mál sem þurfi að taka til umræðu, líka í Póllandi, svo hægt verði að ákvarða með vissu hvað Pólverjar vilji. Hann telur vilja fyrir því að eldflaugavarnarkerfið verði hluti af varnarkerfi NATO. Áhuginn fyrir kosningunum verður ekki síðri hér en um sex þúsund Pólverjar búa á Íslandi. Tæplega 500 þeirra ætla að kjósa og hafa skráð sig til þess. Hægt verður að kjósa í Alþjóðahúsinu í Reykjavík frá klukkan 6 í fyrramálið til klukkan 20 annað kvöld.
Erlent Fréttir Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira