Óraunsæ áfengisrómantík Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. október 2007 07:00 Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun