Ekkert bendir til sektar McCann hjónanna Óli Tynes skrifar 21. október 2007 15:26 Stevens lávarður. Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu. Erlent Madeleine McCann Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fyrrverandi lögreglustjóri Lundúnaborgar segir í blaðagrein í dag að enginn möguleiki væri á því í Bretlandi að MacCann hjónin yrðu ákærð fyrir að hafa orðið dóttur sinni Madeleine að bana. Það séu einfaldlega engin gögn sem bendi til sektar þeirra. Stevens lávarður var rannsóknarlögreglumaður í fjörutíu ár. Fyrir helgi var hann skipaður sérstakur ráðgjafi Gordons Brown forsætisráðherra í alþjóðlegum öryggismálum. Í grein í News of The World segir hann portúgölsku lögregluna hafa klúðrað málinu skelfilega. Hún hefði strax á fyrsta degi átt að meðhöndla McCann hjónin sem grunuð í málinu. Það sé staðreynd að í þrem af hverjum fjórum barnamorðum séu foreldrarnir sekir. Stevens lávarður segir að portúgalska lögreglan hefði átt að vera kurteis og tillitssöm við hjónin en yfirheyra þau látlaust aftur og aftur, til þess að fá mynd af því sem gerðist þetta kvöld. Jafnframt hefði átt að innsigla íbúðina og næsta umhverfi og hleypa engum þangað nema sérfræðingum. Lávarðurinn segir að ef McCann hjónin hefðu verið rannsökuð almennilega strax í upphafi, þyrftu þau kannski ekki að þurfa að standa í því núna að reyna að hreinsa sig. Og ef íbúðin hefði verið innsigluð gæti hafa fundist þar heill fjársjóður af vísbendingum. Þess í stað hafi íbúðin verið notuð sem einhverskonar stjórnstöð fyrir leitina að Madeleine og fólk hafi vaðið þar út og inn. Lávarðurinn er furðu lostinn yfir því að Kate McCann hafi fengið að halda í mjúka gæluköttinn CuddleCat, sem Madeleine svaf með. Kötturinn hafi verið í rúmi telpunnar og svo settur upp á háa hillu. Líklega af þeim sem nam hana á brott. Lögreglustjórinn fyrrverandi sagði að jafnvel nýliði í lögreglunni í Bretlandi hefði strax sett köttinn í plastpoka og sent hann í rannsókn. Lávarðurinn blæs af fyrirlitningu á vangaveltur um að McCann hjónin hafi komið líki Madeleine undan í bíl sem þau leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Hann spyr hvernig í ósköpunum þau hefðu átt að fara að því þar sem þau voru í sviðsljósi bæði lögreglu og fjölmiðla allan þennan tíma. Lögregluforinginn fyrrverandi segir að í því sambandi verði að horfa á óhugnanlega staðreynd. Eftir allan þennan tíma hefði lík telpunnar verið illa á sig komið. Mikill leki af líkamsvessum og frumum. Og lyktin hefði verið skelfileg. Hún hefði mengað lokað rými eins og skott á bíl í langan langan tíma. Það komi enganvegin sama við það sem portúgalska lögreglan segi um örlítinn vott af vísbendingum í skottinu. Stevens lávarður lýsir því ekki yfir afdráttarlaust að McCann hjónin séu saklaus. Hinsvegar hafi ekki fundist minnsti snefill af sönnunargögnum sem bendi til annars. Hann segir frá því að í tíu ár hafi hann veitt forstöðu glæpasálfræðimiðstöð innanríkisráðuneytisins sem hefur meðal annars það hlutverk að gera prófíla af afbrotamönnum. Þar hafi hann unnið með öðrum þrautreyndum lögreglumönnum og sálfræðingum eins og prófessor David Canter. Lávarðurinn segist sammála því sem Canter hafi sagt í sjónvarpsviðtali að hann telji líklegast að Madeleine hafi verið rænt. McCann hjónin hafi hvergi komið þar nærri. Lögreglumaðurinn segir einnig að allt sem hann hafi séð til hjónanna hafi sannfært hann um að prófíll þeirra passi ekki fólki sem hafi drepið barn sitt. Hann segir að þau hafi verið gagnrýnd fyrir að vera róleg og hafa fulla stjórn á sjálfum sér í viðtölum við fjölmiðla. Það kemur honum ekki á óvart. Þau séu bæði læknar. Hann skurðlæknir og hún heimilislæknir. Þau séu reynslumikið fagfólk sem sé þrautþjálfað í því að fást við neyðartilvik. Í neyðarástandi sé fagfólk rólegt og yfirvegað. Niðurstaða Stevens lávarðar er einföld. Það finnst ekki minnsti vottur af vísbendingum um að McCann hjónin beri nokkra ábyrgð á hvarfi Madeleine litlu.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira