Geðvonska af svefnleysi sést á heilanum Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 24. október 2007 10:39 MYND/Getty Images Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun. Vísindi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Heilaskimun getur sýnt hvernig heilinn verður þreyttur og yfir-tilfinninganæmur ef manneskja er svipt svefni. Bandarískir vísindamenn héldu sjálfboðaliðum vakandi í 35 klukkustundir og fundu mjög vaxandi viðbrögð heilans þegar fólkinu voru sýndar myndir sem voru ætlaðar til að gera þau reið eða leið. Rannsóknin var birt í tímaritinu Current Biology. Hún bendir til fylgni milli geðsjúkdóma og svefnvandamála samkvæmt rannsóknarmönnunum. Breskur sérfræðingur sagði að ekki væri hægt skella skuld geðrænna vandamála alfarið á svefnleysi. Það voru teymi frá Læknaskóla Harvard og Berkley háskólanum í Kaliforníu sem notuðu segulsneiðmyndun til að skoða heila sjálfboðaliðanna svefnlausu. Tæknin gerir mögulegt að skoða blóðflæði í heilanum á rauntíma. Þannig sést hvaða svæði heilans eru mest virk hverju sinni. Eftir að sjáflboðaliðarnir höfðu vakað í langan tíma voru þeir skimaðir á meðan þeim voru sýndar myndir til að hvetja til tilfinningaríkra viðbragða.Frumstæður heili Niðurstöðurnar voru þær að viðbrögð svefnlausra við myndunum voru 60 prósent tilfinninganæmari en þeirra sem höfðu fengið eðlilegan svefn. Matthew Walker einn vísindamannanna segir að þessi mikli munur hefði komið þeim á óvart. Hann sagði að það væri næstum eins og að; „án svefns skipti heilinn yfir í frumstæð munstur þar sem hann er óhæfur að setja tilfinningaríka reynslu í rétt samhengi og bregðast við á yfirvegaðan og viðeigandi hátt." Hann sagði ennfremur að niðurstöðurnar gætu varpað ljósi á tengsl milli svefns og geðraskana. Rannsóknir hafi leitt í ljós að einhvers konar svefnleysi er tengt næstum öllum geðsjúkdómum. „Þessar niðurstöður gætu leitt til að fundið verði út af hverju." Margslungið svæðiJim Horne prófessor við svefnrannsóknarstöðina í Loughborough háskólanum fagnaði niðurstöðunum. Hann sagði þó að það yrði erfitt að nota þær til að skilgreina sambandið á milli geðheilsu og svefns.„Þetta er margslungið svæði. Munurinn er sá að fólk með geðraskanir er mögulega ekki meðvitað um ofurviðkvæm viðbrögð sín eða að það hagi sér óskynsamlega, á meðan sá sem er svefnlaus gæti verið meðvitaður um það. "Hann bendir á að vitað sé til að í sjúkdómum eins og þunglyndi geti jafnvel verið gagnlegt að minnka svefn hæfilega mikið í umhverfi þar sem fylgst er með sjúklingnum.Prófessor Derk-Jan Dijk svefnrannsóknarmaður frá háskólanum í Surrey segir niðurstöðurnar áhugaverðar. Margar rannsóknir hafi sýnt áhrif svefnleysis, en þessi sé sú fyrsta sem sýni hvað gerist í heilanum við tilfinningalega örvun.
Vísindi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira