Viðskipti innlent

Eimskip selur Air Atlanta

Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta.
Hannes Hilmarsson, forstjóri Air Atlanta.

Eimskip hefur samið um sölu á meirihluta hlutafjár í flugfélaginu Air Atlanta til Hannesar Hilmarssonar, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra félagsins. Kaupverð er ekki gefið upp en heildarhlutafé félagsins nemur 44 milljónum evra, jafnvirði 3,9 milljörðum króna. Samhliða þessu hefur Atlanta verið skipt upp í tvö félög, flugfélagið Air Atlanta og flugvélaeignarhaldsfélagið Northern Lights Leasing NLL sem hefur eignast flugflota Air Atlanta sem á 13 breiðþotur.

Í tilkynningu frá Eimskipi kemur sömuleiðis fram að Eimskip hafi selt allt hlutafé sitt í rekstrarfélaginu Air Atlanta og jafnframt 51 prósent í eignarhaldsfélaginu NLL sem á flugflota félagsins.

Félagið Arctic Partners hefur eignast allan flugflota Air Atlanta. Arctic Partners á fyrir Avion Aircraft Trading. Arctic Partners er í eigu Hafþórs Hafsteinssonar og innlendra og erlendra fjárfesta.

Við söluna lækka skuldir Eimskips um 210 milljónir evra. Að sama skapi verður eiginfjárhlutfall félagsins 32 prósent í stað 29.

Hafþór Hafsteinsson, aðaleigandi Arctic Partners, segir í tilkynningu markað fyrir flugvélaviðskipti og flugvélaleigur í sögulegu hámarki og

því góð tækifæri í að leigja og selja með góðri afkomu þær vélar sem verða ekki í verkefnum hjá Atlanta eftir minnkun félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×