Eyjólfur bað Eið um að gefa frá sér fyrirliðastöðuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2007 18:48 Eyjólfur Sverrisson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í Liechtenstein í síðustu viku. Mynd/Peter Klaunzer Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Fyrir landsleik Íslands og Lettlands bað Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari Eið Smára Guðjohnsen um að hann gæfi frá sér fyrirliðabandið sjálfviljugur. Eyjólfur kom að máli við Eið Smára sem hefur gegnt stöðu fyrirliða í íslenska landsliðinu um árabil. Hann vildi að Eiður Smári myndi gefa frá sér fyrirliðabandið til annars leikmanns. Það sem meira er vildi hann að Eiður Smári myndi tilkynna það sjálfur. Þetta vildi Eiður Smári ekki fallast á - heldur vildi hann að slíkar ákvarðanir yrðu teknar af landsliðsþjálfaranum sjálfum. Hann myndi vitaskuld lúta að ákvörðunum landsliðsþjálfarans. Þetta átti sér stað föstudaginn 12. október síðastliðinn, daginn fyrir leikinn gegn Lettlandi sem var liður í undankeppni EM 2008. Þetta hefur Vísir fengið staðfest frá fjölmörgum aðilum úr innsta hring landsliðsins. Enginn vill þó tjá sig um málið undir nafni. Ekki hefur náðst í Eyjólf Sverrisson landliðsþjálfara undanfarna rúma viku þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Bjarni Jóhannsson, aðstoðarmaður hans, þvertók fyrir það að fundurinn hafi átt sér stað, í samtali við Vísi. Á þessum tíma var Eiður Smári ekkert búinn að spila með félagsliði sínu, Barcelona, á tímabilinu. Hann var nýbúinn að ná sér af meiðslum og hafði komið inn á sem varamaður í landsleik gegn Spáni þann 8. september síðastliðinn. Nokkrir viðmælanda Vísis segja að Eyjólfur hafi með þessu meðal annars viljað létta á álaginu sem væri á Eiði Smára og láta annan leikmann bera byrði landsliðsfyrirliðans. Ísland tapaði fyrir Lettlandi í umræddum leik, 4-2. Næsta miðvikudag tapaði svo Ísland fyrir Liechtenstein á útivelli, 3-0. Eiður Smári var fyrirliði í báðum leikjum. Ummæli Eyjólfs eftir leikinn gegn Liechtenstein voru einnig athyglisverð. Í viðtali við Guðmund Benediktsson á Sýn sagði hann að „vissi hvað hann þyrfti nú að gera". Sem fyrr segir hefur ekki náðst í Eyjólf vegna málsins né heldur til að fá hann til að útskýra þessi ummæli betur.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira