Sá mann í leyni á hóteli Madeleine Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 31. október 2007 15:14 Síðasta myndin sem tekin var af Madeleine áður en hún hvarf. MYND/AFP Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu. Barnfóstran segist einnig hafa séð mann sem faldi sig í skuggum hótelsins sama dag og Madeleine hvarf. Clarence Mitchell talsmaður Kate og Gerry McCann sagði í gær að þau væru afar þakklát fyrir framburð barnfóstrunnar. Vitnisburðurinn staðfesti það sem hjónin hefðu ávallt haldið fram, að Madeleine hefði verið rænt úr rúmi sínu. Barnfóstran sem hefur aðeins verið nafngreind sem M.H. sagði bresku lögreglunni frá þessu stuttu eftir að leitin að stúlkunni hófst í maí, en talaði ekki við lögregluyfirvöld í Portúgal. Sá manninn þegar hún leitaði að rottumBarnfóstran hringdi í símaþjónustu sem sett var upp á Spáni í síðustu viku í tengslum við rannsókn málsins. Hún sagðist hafa fengið símtal frá yfirmanni sínum þegar hún gætti drengsins á meðan foreldrar hans spiluðu tennis. Hann hafi varaði hana við rottum á hótelinu. Barnfóstran kíkti þá út um gluggann og taldi sig sjá rottu sem reyndist karlmannsfótur. Hún öskraði upp yfir sig og þá hljóp maðurinn í burtu. Hún lýsir manninum sem 25-35 ára þarlendum karlmanni. Hann hafi verið í ljósum buxum og bláköflóttri skyrtu. Spænska dagblaðið El Mundo segir stúlkuna hafa sagt yfirmanni sínum frá atvikinu, en hann hafi haft meiri áhyggjur af rottunum. Lögreglan hefur kvartað yfir því hversu margir komu í íbúð McCann hjónanna þegar hvarf hennar uppgötvaðist. Það hafi gert rannsókn lögreglunnar erfiða þar sem sönnunargögn gætu hafa spillst. Fjölskylduvinur lýsti einnig vanþóknun sinni á aðferðum portúgölsku lögreglunnar í breska blaðinu Sun. Lögreglumenn hefðu reykt og skilið eftir sig sígarettustubba um allt og keyrt lögreglubíla til og frá staðnum. Madeleine McCann Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Barnfóstra sem gætti sex ára drengs í íbúð hótelsins sem fjölskylda Madeleine gisti í Praia da Luz segist hafa séð mann læðast í skjóli runna fyrir utan íbúðina á Ocean Club hótelinu. Barnfóstran sá manninn nokkrum mánuðum áður en McCann fjölskyldan kom til Praia da Luz, en framburður hennar styður frásögn vinar fjölskyldunnar sem segist hafa séð einhvern bera Madeleine sofandi frá hótelinu. Barnfóstran segist einnig hafa séð mann sem faldi sig í skuggum hótelsins sama dag og Madeleine hvarf. Clarence Mitchell talsmaður Kate og Gerry McCann sagði í gær að þau væru afar þakklát fyrir framburð barnfóstrunnar. Vitnisburðurinn staðfesti það sem hjónin hefðu ávallt haldið fram, að Madeleine hefði verið rænt úr rúmi sínu. Barnfóstran sem hefur aðeins verið nafngreind sem M.H. sagði bresku lögreglunni frá þessu stuttu eftir að leitin að stúlkunni hófst í maí, en talaði ekki við lögregluyfirvöld í Portúgal. Sá manninn þegar hún leitaði að rottumBarnfóstran hringdi í símaþjónustu sem sett var upp á Spáni í síðustu viku í tengslum við rannsókn málsins. Hún sagðist hafa fengið símtal frá yfirmanni sínum þegar hún gætti drengsins á meðan foreldrar hans spiluðu tennis. Hann hafi varaði hana við rottum á hótelinu. Barnfóstran kíkti þá út um gluggann og taldi sig sjá rottu sem reyndist karlmannsfótur. Hún öskraði upp yfir sig og þá hljóp maðurinn í burtu. Hún lýsir manninum sem 25-35 ára þarlendum karlmanni. Hann hafi verið í ljósum buxum og bláköflóttri skyrtu. Spænska dagblaðið El Mundo segir stúlkuna hafa sagt yfirmanni sínum frá atvikinu, en hann hafi haft meiri áhyggjur af rottunum. Lögreglan hefur kvartað yfir því hversu margir komu í íbúð McCann hjónanna þegar hvarf hennar uppgötvaðist. Það hafi gert rannsókn lögreglunnar erfiða þar sem sönnunargögn gætu hafa spillst. Fjölskylduvinur lýsti einnig vanþóknun sinni á aðferðum portúgölsku lögreglunnar í breska blaðinu Sun. Lögreglumenn hefðu reykt og skilið eftir sig sígarettustubba um allt og keyrt lögreglubíla til og frá staðnum.
Madeleine McCann Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent