Áhyggur af framhaldinu á Srí Lanka Guðjón Helgason skrifar 2. nóvember 2007 19:00 Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Nokkrir helstu leiðtogar tígranna voru saman komnir til fundar mitt á yfirráðasvæði þeirra í Vanni þegar stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir þá. Talið er að mennirnir hafi verið á fundi í höfuðstöðvum samninganefndar tígranna - húsnæði sem Norðmenn byggðu fyrir þá - en Norðmen og Íslendingar hafa eftirlit með því vopnahlé sem hefur verið í gildi í landinu frá 2002. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæði frá 1983 og rúmlega sjötíu þúsund manns fallið í átökum síðan þá. Meðal þeirra sem týndi lífi í árásinni í morgun var S. P. Tamilselvan, næstrándi hjá tígrunum - leiðtogi stjórnmálaarms þeirra og sá sem talar fyrir þá opinberlega. Þorfinnur Ómarsson, sérfræðingur hjá norræna vopnahléseftirlitinu á Srí Lanka, bendir einnig á að Tamilselvan hafi verið æðsti fulltrúi Tamíltígra í friðarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Genf í Sviss í febrúar í gær. Hann hafi verið pólitískur leiðtogi Tamíltígranna. Liðsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás tóku viðtal við Tamilselva á Srí Lanka í fyrra. Þar ræddi hann vopnahléð sem hefur verið í gildi í landinu þrátt fyrir blóðug átök sem hafa kostað mörg mannslíf síðustu misserin. Tamilselvan sagði í viðtalinu að vopnaeftirlitssveitir hefðu sinnt skyldu sinni framúrskarandi vel en það væri erfitt fyrir þær að starfa sem skyldi nema báðir deiluaðilar ynnu með þeim. Hann taldi almenning ekki hafa notið góðs af vopnahléinu því annar aðilinn hafi ekki veitt vopnaeftirlitssveitum nægilega aðstoð. Tamíltígrarnir hafi alltaf verið samstarfsfúsir og kunnað að meta friðarstarf vopnaeftirlitssveita. Í yfirlýsingu frá norræna vopnahléseftirlitnu er dauði Tamilselvans og hinna fimm sem týndu lífi harmaður. Fulltrúar eftirlitsins lýsa yfir áhyggjum af þróun mála. Dauði Tamilselvans geti aðeins orðið til að átök stigmagnist. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Blikur eru á lofti á Srí Lanka eftir að helsti samningamaður skæruliða Tamíltígra féll ásamt fimm öðrum háttsettum mönnum í loftárás stjórnarhersins í morgun. Nokkrir helstu leiðtogar tígranna voru saman komnir til fundar mitt á yfirráðasvæði þeirra í Vanni þegar stjórnarherinn lét sprengjum rigna yfir þá. Talið er að mennirnir hafi verið á fundi í höfuðstöðvum samninganefndar tígranna - húsnæði sem Norðmenn byggðu fyrir þá - en Norðmen og Íslendingar hafa eftirlit með því vopnahlé sem hefur verið í gildi í landinu frá 2002. Tamílar hafa barist fyrir sjálfstæði frá 1983 og rúmlega sjötíu þúsund manns fallið í átökum síðan þá. Meðal þeirra sem týndi lífi í árásinni í morgun var S. P. Tamilselvan, næstrándi hjá tígrunum - leiðtogi stjórnmálaarms þeirra og sá sem talar fyrir þá opinberlega. Þorfinnur Ómarsson, sérfræðingur hjá norræna vopnahléseftirlitinu á Srí Lanka, bendir einnig á að Tamilselvan hafi verið æðsti fulltrúi Tamíltígra í friðarviðræðum við fulltrúa stjórnvalda í Genf í Sviss í febrúar í gær. Hann hafi verið pólitískur leiðtogi Tamíltígranna. Liðsmenn fréttaskýringaþáttarins Kompás tóku viðtal við Tamilselva á Srí Lanka í fyrra. Þar ræddi hann vopnahléð sem hefur verið í gildi í landinu þrátt fyrir blóðug átök sem hafa kostað mörg mannslíf síðustu misserin. Tamilselvan sagði í viðtalinu að vopnaeftirlitssveitir hefðu sinnt skyldu sinni framúrskarandi vel en það væri erfitt fyrir þær að starfa sem skyldi nema báðir deiluaðilar ynnu með þeim. Hann taldi almenning ekki hafa notið góðs af vopnahléinu því annar aðilinn hafi ekki veitt vopnaeftirlitssveitum nægilega aðstoð. Tamíltígrarnir hafi alltaf verið samstarfsfúsir og kunnað að meta friðarstarf vopnaeftirlitssveita. Í yfirlýsingu frá norræna vopnahléseftirlitnu er dauði Tamilselvans og hinna fimm sem týndu lífi harmaður. Fulltrúar eftirlitsins lýsa yfir áhyggjum af þróun mála. Dauði Tamilselvans geti aðeins orðið til að átök stigmagnist.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira