Þingkosningum frestað Guðjón Helgason skrifar 4. nóvember 2007 11:56 Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira