Þegar Alastair Gibson listmunafræðingur hjá Southebys heyrði konu segja; "Ég á svona vasa," varð hann forvitinn og gaf sig á tal við hana. Konan var að tala um kínverskan postulínsvasa sem hún hafði séð á sýningu í Lundúnum.
Gibson fékk að fara með konunni heim og skoða vasann sem hafði safnað ryki í kommóðuskúffu í áratugi. Og í dag seldi hann fyrir hana bláa og hvíta átjándu aldar Qing drekavasann, fyrir 350 milljónir króna.