Ég skar Crabb á háls Óli Tynes skrifar 16. nóvember 2007 15:07 Lionel Crabb kemur úr köfunarleiðangri. Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip. Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip.
Erlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira