Ég skar Crabb á háls Óli Tynes skrifar 16. nóvember 2007 15:07 Lionel Crabb kemur úr köfunarleiðangri. Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip. Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip.
Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira