Þín eigin útvarpsstöð í vasanum 16. nóvember 2007 16:09 MYND/Síminn Viðskiptavinir 3G þjónustu Símans geta nú hlustað á fleiri en 50 þúsund lög beint af tónlist.is á hraða og gæðum sem ekki hafa þekkst áður. Nú getur viðskiptavinurinn hlustað á lagalistana sína, netlistann eða nýjustu plöturnar hvar og hvenær sem er í símanum. ,,Þetta er bara eins og að vera með þína eigin útvarpsstöð í símanum" segir Engilbert Hafsteinsson hjá Tónlist.is. ,,Þarna ertu bara með 50 þúsund lög sem þú getur spilað að vild." Engilbert spáir því að þessi leið til að hlusta á tónlist muni sækja á. Í Japan, sem er mjög framarlega í farsímamálum sé þetta orðið mjög algengt. ,,98% af allri stafrænni sölu á tónlist fer í gegnum farsíma í Japan. Þetta er bara nýja leiðin til að kaupa tónlist" segir Engilbert. Tónlist.is er fyrsti íslenski vefurinn sem hannar lausn sem er sérsniðin fyrir gagnahraða í 3G. Gagnahraðinn býður upp á að notendur geti hlustað á tónlist í fullum án þess að hlaða henni niður. Notendur geta því streymt eigin lagalistum og netstöðvum beint í símtækið. Tónlist í símanum er hluti af 3G þjónustu Símans og er möguleiki í nær öllum 3G símtækjum. Til að nýta þjónustuna þarf að hafa 3G símtæki, 3G símkort og vera inni á 3G neti Símans. Til að geta hlustað á tonlist.is þarf símtækið að styðja XHTML markup og 3GPP streymi, skilyrði sem flestir nýir 3G símar uppfylla. Síminn býður viðskiptavinum þriggja mánaða áskrift að Tonlist.is í símanum frítt á meðan birgðir endast eða til 1. janúar 2008. Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna á vef Símans og á Tónlist.is Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Viðskiptavinir 3G þjónustu Símans geta nú hlustað á fleiri en 50 þúsund lög beint af tónlist.is á hraða og gæðum sem ekki hafa þekkst áður. Nú getur viðskiptavinurinn hlustað á lagalistana sína, netlistann eða nýjustu plöturnar hvar og hvenær sem er í símanum. ,,Þetta er bara eins og að vera með þína eigin útvarpsstöð í símanum" segir Engilbert Hafsteinsson hjá Tónlist.is. ,,Þarna ertu bara með 50 þúsund lög sem þú getur spilað að vild." Engilbert spáir því að þessi leið til að hlusta á tónlist muni sækja á. Í Japan, sem er mjög framarlega í farsímamálum sé þetta orðið mjög algengt. ,,98% af allri stafrænni sölu á tónlist fer í gegnum farsíma í Japan. Þetta er bara nýja leiðin til að kaupa tónlist" segir Engilbert. Tónlist.is er fyrsti íslenski vefurinn sem hannar lausn sem er sérsniðin fyrir gagnahraða í 3G. Gagnahraðinn býður upp á að notendur geti hlustað á tónlist í fullum án þess að hlaða henni niður. Notendur geta því streymt eigin lagalistum og netstöðvum beint í símtækið. Tónlist í símanum er hluti af 3G þjónustu Símans og er möguleiki í nær öllum 3G símtækjum. Til að nýta þjónustuna þarf að hafa 3G símtæki, 3G símkort og vera inni á 3G neti Símans. Til að geta hlustað á tonlist.is þarf símtækið að styðja XHTML markup og 3GPP streymi, skilyrði sem flestir nýir 3G símar uppfylla. Síminn býður viðskiptavinum þriggja mánaða áskrift að Tonlist.is í símanum frítt á meðan birgðir endast eða til 1. janúar 2008. Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna á vef Símans og á Tónlist.is
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira