Vitni segir rafbyssu hafa verið óþarfa Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 19:19 MYND/AP Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Robert Dziekanski beið eftir móður sinni á flugvellinum í Vancouver. Hann var fertugur, kunni ekki stakt orð í ensku og nýkominn úr fyrstu flugferð sinni. Þau fórust á mis og hann missti stjórn á skapi sínu af hræðslu. Lögregla notaði rafbyssu til að róa hann og yfirbuga. Dziekanski lést í átökunum. Krufning hefur ekki leitt í ljós hvað olli dauða hans. Atvikið var fest á filmu en lögregla birti upptökuna fyrst í gær að ósk móður Dziekanskis. Paul Pritchard, sem tók atvikið upp á myndband, segir hann hafa myndað það í fyrstu sem skemmtiatriði. En þegar lögregla hafi notað rafbyssuna hafi Dziekanski gefið frá sér hryllilegt óp sem sé fast í huga hans. Pritchard segist aldrei hafa skynað það að hann væri líklegur til vandræða eða ógn. Hann hafi ekki haft sig þannig í frammi. Kona á vettvangi hafi meira að segja gengið beint að honum og reynt að róa hann. Pritchard segir hegðun Dziekanskis vissulega hafa verið órökrétta en hans mat var að maðurinn hafi verið hræddur. Pritchard segir athyglisvert að lögregla hafi tekið myndbandið af sér eftir atburðinn og ekki viljað láta hann fá það aftur. Það veki spurningar. Talsmaður lögreglu segir málið í rannsókn. Myndbandið sé aðeins eitt sönnunargagn af mörgum. Kanadískir miðlar segja átján manns hafa látist í Kanada frá 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Í yfirlýsingu frá framleiðendum rafbyssanna - Taser International - er dauði Dziekanskis harmaður. Rannsókn hafi sýtn að rafbyssa hafi ekki valið dauða verið völd að dauða í tilvikunum átján - og myndbandið bendi til að það sama eigi við nú. Lögregla hér á landi íhuga nú að taka rafbyssur sem þessar í notkun. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Robert Dziekanski beið eftir móður sinni á flugvellinum í Vancouver. Hann var fertugur, kunni ekki stakt orð í ensku og nýkominn úr fyrstu flugferð sinni. Þau fórust á mis og hann missti stjórn á skapi sínu af hræðslu. Lögregla notaði rafbyssu til að róa hann og yfirbuga. Dziekanski lést í átökunum. Krufning hefur ekki leitt í ljós hvað olli dauða hans. Atvikið var fest á filmu en lögregla birti upptökuna fyrst í gær að ósk móður Dziekanskis. Paul Pritchard, sem tók atvikið upp á myndband, segir hann hafa myndað það í fyrstu sem skemmtiatriði. En þegar lögregla hafi notað rafbyssuna hafi Dziekanski gefið frá sér hryllilegt óp sem sé fast í huga hans. Pritchard segist aldrei hafa skynað það að hann væri líklegur til vandræða eða ógn. Hann hafi ekki haft sig þannig í frammi. Kona á vettvangi hafi meira að segja gengið beint að honum og reynt að róa hann. Pritchard segir hegðun Dziekanskis vissulega hafa verið órökrétta en hans mat var að maðurinn hafi verið hræddur. Pritchard segir athyglisvert að lögregla hafi tekið myndbandið af sér eftir atburðinn og ekki viljað láta hann fá það aftur. Það veki spurningar. Talsmaður lögreglu segir málið í rannsókn. Myndbandið sé aðeins eitt sönnunargagn af mörgum. Kanadískir miðlar segja átján manns hafa látist í Kanada frá 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Í yfirlýsingu frá framleiðendum rafbyssanna - Taser International - er dauði Dziekanskis harmaður. Rannsókn hafi sýtn að rafbyssa hafi ekki valið dauða verið völd að dauða í tilvikunum átján - og myndbandið bendi til að það sama eigi við nú. Lögregla hér á landi íhuga nú að taka rafbyssur sem þessar í notkun.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira