Dauðaskammtur úr apótekinu Jón Kaldal skrifar 18. nóvember 2007 00:01 Einn reyndasti yfirmaður löggæslumála í Bretlandi, Richard Brunstrom, lögreglustjóri í Norður-Wales, lagði til í haust að öll fíkniefni skyldu leyfð. Um leið hvatti hann stjórnvöld til að binda enda á misheppnað stríð gegn ólöglegum eiturlyfjum. Meðal ástæðna sem Brunstrom tiltók fyrir afstöðu sinni var að framboð eiturlyfja hefur aldrei verið meira og verðið lægra en nú þrátt fyrir sífellt harðari aðgerðir gegn eiturlyfjasölum. Brunstrom benti á að núverandi baráttuaðferðir dygðu alls ekki og hvatti til róttækrar endurhugsunar. „Ef baráttan gegn eiturlyfjum á að vera raunsæ en ekki siðræn, drifin áfram af siðfræði en ekki trúarsetningum, verður að hafna núgildandi bannstefnu sem er bæði óframkvæmanleg og siðlaus," sagði hann og vill að mótuð verði stefna sem miðar að því að lágmarka skaðann sem fíkniefni valda í samfélaginu. Lögreglustjórinn í Wales lagði fram hugmyndir sínar á samatíma og birt var skýrsla um ástand fíkniefnamála í Bretlandi sem hluti af stefnumótunarvinnu til næstu ára. Það þarf ekki að koma á óvart að sjónarmið hans fengu lítinn hljómgrunn meðal yfirvalda sem boðuðu þvert á móti enn harðari aðgerðir af sama meiði og tíðkast hefur. Fleiri lögregluþjóna á götum úti, strangari landamæragæslu og fjölgun fangelsa til að taka við eiturlyfjasölum. En vandinn mun örugglega ekki minnka. Sagan segir okkur það. „Eina vörnin sem dugar er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi í gær þegar hann kynnti forvarnadag sem haldinn verður um land allt næsta miðvikudag að hans frumkvæði. Með þessum orðum fangaði forsetinn í hnotskurn það atriði sem skiptir öllu máli þegar kemur að því að forða fólki frá því að verða háð fíkniefnum. Í þessum orðum er líka fólginn vísir að þeirri endurhugsun sem velski lögreglustjórinn kallar eftir. Ríkjandi hugsunarháttur snýst um að kalla yfirvöld til ábyrgðar fyrir fíkniefnavandanum og viðbrögð stjórnvalda um allan heim beinast að því að uppræta framboð efnanna. Vandamálið liggur þó ekki þar heldur í eftirspurninni. Þótt öllum kókalaufsökrum Suður-Ameríku og valmúaökrum Asíu yrði eytt þannig að kókaín og heróín fengist hvergi framar, þá hyrfu ekki fíknin úr manninum. Fíklarnir myndu leita uppi önnur efni. Fréttablaðið sagði í gær frá einum, sem líklega fékk sinn dauðaskammt eftir að hafa sprautað sig með rítalíni sem var keypt út á lyfseðil í apóteki. Baráttan verður að snúast um leiðir sem minnka líkurnar á því að fíklar verði til. Og íslenskar rannsóknir segja okkur að þær leiðir séu til staðar og séu ekki flóknar. Sú allra mikilvægasta er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum, ein klukkustund á dag getur skipt sköpum. Það þarf að halda börnum við íþrótta- og tómstundastörf, og það þarf að forðast áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Og takið eftir að lögreglan kemur þarna hvergi við sögu. Eða eins og forsetinn orðaði það: „Forvörnin felst í okkur sjálfum; hvorki foreldrar né samfélagið geta vísað ábyrgðinni á einhverja aðra." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Einn reyndasti yfirmaður löggæslumála í Bretlandi, Richard Brunstrom, lögreglustjóri í Norður-Wales, lagði til í haust að öll fíkniefni skyldu leyfð. Um leið hvatti hann stjórnvöld til að binda enda á misheppnað stríð gegn ólöglegum eiturlyfjum. Meðal ástæðna sem Brunstrom tiltók fyrir afstöðu sinni var að framboð eiturlyfja hefur aldrei verið meira og verðið lægra en nú þrátt fyrir sífellt harðari aðgerðir gegn eiturlyfjasölum. Brunstrom benti á að núverandi baráttuaðferðir dygðu alls ekki og hvatti til róttækrar endurhugsunar. „Ef baráttan gegn eiturlyfjum á að vera raunsæ en ekki siðræn, drifin áfram af siðfræði en ekki trúarsetningum, verður að hafna núgildandi bannstefnu sem er bæði óframkvæmanleg og siðlaus," sagði hann og vill að mótuð verði stefna sem miðar að því að lágmarka skaðann sem fíkniefni valda í samfélaginu. Lögreglustjórinn í Wales lagði fram hugmyndir sínar á samatíma og birt var skýrsla um ástand fíkniefnamála í Bretlandi sem hluti af stefnumótunarvinnu til næstu ára. Það þarf ekki að koma á óvart að sjónarmið hans fengu lítinn hljómgrunn meðal yfirvalda sem boðuðu þvert á móti enn harðari aðgerðir af sama meiði og tíðkast hefur. Fleiri lögregluþjóna á götum úti, strangari landamæragæslu og fjölgun fangelsa til að taka við eiturlyfjasölum. En vandinn mun örugglega ekki minnka. Sagan segir okkur það. „Eina vörnin sem dugar er styrkur unga fólksins til að segja nei. Það er alveg sama hvað við fjölgum í lögreglunni, það mun aldrei duga," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á blaðamannafundi í gær þegar hann kynnti forvarnadag sem haldinn verður um land allt næsta miðvikudag að hans frumkvæði. Með þessum orðum fangaði forsetinn í hnotskurn það atriði sem skiptir öllu máli þegar kemur að því að forða fólki frá því að verða háð fíkniefnum. Í þessum orðum er líka fólginn vísir að þeirri endurhugsun sem velski lögreglustjórinn kallar eftir. Ríkjandi hugsunarháttur snýst um að kalla yfirvöld til ábyrgðar fyrir fíkniefnavandanum og viðbrögð stjórnvalda um allan heim beinast að því að uppræta framboð efnanna. Vandamálið liggur þó ekki þar heldur í eftirspurninni. Þótt öllum kókalaufsökrum Suður-Ameríku og valmúaökrum Asíu yrði eytt þannig að kókaín og heróín fengist hvergi framar, þá hyrfu ekki fíknin úr manninum. Fíklarnir myndu leita uppi önnur efni. Fréttablaðið sagði í gær frá einum, sem líklega fékk sinn dauðaskammt eftir að hafa sprautað sig með rítalíni sem var keypt út á lyfseðil í apóteki. Baráttan verður að snúast um leiðir sem minnka líkurnar á því að fíklar verði til. Og íslenskar rannsóknir segja okkur að þær leiðir séu til staðar og séu ekki flóknar. Sú allra mikilvægasta er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum, ein klukkustund á dag getur skipt sköpum. Það þarf að halda börnum við íþrótta- og tómstundastörf, og það þarf að forðast áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist fíkniefnum. Og takið eftir að lögreglan kemur þarna hvergi við sögu. Eða eins og forsetinn orðaði það: „Forvörnin felst í okkur sjálfum; hvorki foreldrar né samfélagið geta vísað ábyrgðinni á einhverja aðra."
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun