Körfubolti

NBA í nótt: Phoenix vann Houston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Nash stóð fyrir sínu í nótt.
Steve Nash stóð fyrir sínu í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Phoenix Suns vann sinn fimmta leik í röð í nótt þegar liðið vann góðan sigur á Houston Rockets, 115-105. Þetta var hins vegar fjórði tapleikur Houston í röð en þeir sakna greinilega Tracy McGrady sárt en hann er frá vegna meiðsla.

Byrjunarliðsmennirnir í Phoenix skoruðu 97 af þeim 115 sem liðið skoraði í nótt. Stoudamire og Barbosa með 21, Nash með nítján og þeir Marion og Hill með átján.

Steve Nash var einnig sem fyrr með fjölda stoðsendinga, fimmtán talsins og þrír leikmenn náðu tvöfaldri tvennu. Auk Nash Shawn Marion var með auk stiganna sinna ellefu fráköst og Amare Stoudamire með þrettán fráköst.

Þetta var sjöundi sigur Phoenix í síðustu átta leikjum við Houston. Þetta var einnig áttundu sigurleikur Phoenix á tímabilinu en liðið hefur tapað einungis tveimur leikjum.

Houston má greinilega ekki án McGrady vera því samtals hefur liðið unnið aðeins ellefu af þeim 52 leikjum sem hann hefur misst af síðan hann kom til liðsins fyrir þremur árum.

Hjá Houston var Luis Scola stigahæstur með 20 stig og ellefu fráköst. Mike James var með sautján stig.

New Orleans vann einnig sinn fimmta leik í röð í nótt með átján stiga sigri á Minnesota, 100-82. Peja Stojakovic var með 22 stig á Morris Peterson átján.

Þá vann Miami Heat sinn annan leik á tímabilinu með sigri á New Jersey, 91-87. Dwyane Wade var með 23 stig, níu stoðsendingar og sex fráköst. Shaquille O'Neal var með átján stig og Penny Hardaway sextán. Þetta var fimmti tapleikur New Jersey í röð.

Chicago Bulls vann einnig sinn annan leik á tímabilinu með góðum sigri á LA Clippers, 92-73. Ben Gordon var með 25 stig fyrir Chicago.

Úrslitin í nótt:

Washington Wizards - Portland Trail Blazers 109-90

Charlotte Bobcats - Seattle Supersonics 100-84

Indiana Pacers - Utah Jazz 117-97

New Jersey Nets - Miami Heat 87-91

Minnesota Timberwolves - New Orleans Hornets 82-100

Milwaukee Bucks - Atlanta Hawks 105-96

Houston Rockets - Phoenix Suns 105-115

Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 108-105

Denver Nuggets - New York Knicks 115-83

LA Clippers - Chicago Bulls 73-92
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×