Komið í veg fyrir fjöldamorð í Köln Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 12:13 Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Þýska lögreglan kom í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Tveir námsmenn voru yfirheyrðir vegna málsins. Annar þeirra svipt sig lífi eftir það en hinn er nú í haldi lögreglu. Á morgun er ár liðið frá því Sebastian Bosse, átján ára námsmaður í Emsdetten í vesturhluta Þýskalands, réðst inn í gamla skólann sinn þar og skaut á allt sem hreyfðist áður en hann svipti sig lífi. Enginn var myrtur í þeirri árás en fjölmargir særðust - þar af fimm alvarlega. Á heimili Bosse fann lögregla dagbók þar sem vísað var til fjöldamorðanna í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999. Tólf nemendur og einn kennari voru myrtir í þeirri árás og tuttugu og þrír særðust. Fyrr í þessum mánuði voru fjöldamorð framin í skóla í Tuusula í Finnlandi. 18 ára námsmaður myrti þá sex samnemendur, kennara og skólahjúkrunarkonu áður en hann beindi byssunni að sér og svipti sig lífi. Í efni sem fannst í fórum hans var einnig vísað til ódæðanna í Columbine. Annar þeirra sem ætluðu að minnast árásarinnar í Emsdetten á morgun með morðum er 18 ára en hinn var 17 ára. Sá yngri kastaði sér fyrir lest eftir yfirheyrslu lögreglu um helgina. Samnemandi dregjanna sá þá skoða myndir tengdar Columbine og lét skólastjórann vita. Þá fundust myndir tengdar ódæðunum 1999 á vefsíðu strákanna. Við leit á heimilum þeirra fundust meðal annars loftbyssur og leiðbeiningar um hvernig ætti að búa til rörasprengjur. Ekkert sprengiefni fanns hins vegar. Eldri nemandinn er nú í haldi lögreglu en í yfirheyrslum yfir honum hefur komið fram að báðir vildu þeir drepa og særa annað fólk og ætluðu svo að fremja sjálfsmorð í kjölfarið.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira