Morð skipulögð í Köln og Björgvin Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 18:30 Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður. Erlent Fréttir Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður.
Erlent Fréttir Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira