Guðjón: Fótbolti - ekki kokteilboð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2007 23:27 Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari. Mynd/Vilhelm Guðjón Þórðarson gagnrýndi KSÍ harkalega í umræðuþætti um íslenska landsliðið á Sýn í kvöld. Ísland tapaði í kvöld fyrir Danmörku, 3-0, í undankeppni EM 2008. Eftir leikinn hafði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Sýnar umsjón með umræðuþætti um stöðu íslenska landsliðsins og fékk til sín til að mynda Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, Guðjón Þórðarson og Willum Þór Þórsson. Guðjón gagnrýndi KSÍ, aðallega fyrir vinnubrögð og forgangsröðun forráðamanna sambandsins. „Þetta er svolítið sérstakt ferli,“ sagði Guðjón um ráðningu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólafur var ráðinn daginn eftir að það var tilkynnt að Eyjólfur Sverrisson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Þegar þessi staða kemur upp er eðlilegt að ræða við hóp manna,“ sagði Guðjón. „Þeir [forráðamenn KSÍ] hljóta að þurfa að setjast niður og gera sér grein fyrir sínum markmiðum.“ Guðjón tók þó fram, eins og aðrir, að ekki væri að gagnrýna Ólaf í þessari umræðu. „Ólafur hefur fullt af kostum sem koma til með að nýtast honum vel í þessu starfi. En í sjálfu sér kemur ekki á óvart hvernig vinnubrögð KSÍ eru í þessu máli eins og svo mörgu öðru. Það er margt sem KSÍ þarf að skoða varðandi sín vinnubrögð.“ Guðjón segir að forgangsröðun KSÍ þurfi að vera skýr og þar þurfi knattspyrnan að vera í efsta sæti. „Það mega ekki vera kokteilboð og að skála í kampavíni út og suður sem ræður því hvernig undirbúningi landsliðsins er háttað. Undirbúningurinn hlýtur að vera helsta vandamál landsliðsins og hvernig er hlúð að landsliðsmönnunum. Það þarf að hlúa að þeim til að búa til þann baráttuanda sem til þarf svo að liðið geti náð hagstæðum úrslitum. Við erum hér vegna fótboltans en ekki öfugt.“ Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Guðjón Þórðarson gagnrýndi KSÍ harkalega í umræðuþætti um íslenska landsliðið á Sýn í kvöld. Ísland tapaði í kvöld fyrir Danmörku, 3-0, í undankeppni EM 2008. Eftir leikinn hafði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Sýnar umsjón með umræðuþætti um stöðu íslenska landsliðsins og fékk til sín til að mynda Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, Guðjón Þórðarson og Willum Þór Þórsson. Guðjón gagnrýndi KSÍ, aðallega fyrir vinnubrögð og forgangsröðun forráðamanna sambandsins. „Þetta er svolítið sérstakt ferli,“ sagði Guðjón um ráðningu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara Íslands. Ólafur var ráðinn daginn eftir að það var tilkynnt að Eyjólfur Sverrisson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari. „Þegar þessi staða kemur upp er eðlilegt að ræða við hóp manna,“ sagði Guðjón. „Þeir [forráðamenn KSÍ] hljóta að þurfa að setjast niður og gera sér grein fyrir sínum markmiðum.“ Guðjón tók þó fram, eins og aðrir, að ekki væri að gagnrýna Ólaf í þessari umræðu. „Ólafur hefur fullt af kostum sem koma til með að nýtast honum vel í þessu starfi. En í sjálfu sér kemur ekki á óvart hvernig vinnubrögð KSÍ eru í þessu máli eins og svo mörgu öðru. Það er margt sem KSÍ þarf að skoða varðandi sín vinnubrögð.“ Guðjón segir að forgangsröðun KSÍ þurfi að vera skýr og þar þurfi knattspyrnan að vera í efsta sæti. „Það mega ekki vera kokteilboð og að skála í kampavíni út og suður sem ræður því hvernig undirbúningi landsliðsins er háttað. Undirbúningurinn hlýtur að vera helsta vandamál landsliðsins og hvernig er hlúð að landsliðsmönnunum. Það þarf að hlúa að þeim til að búa til þann baráttuanda sem til þarf svo að liðið geti náð hagstæðum úrslitum. Við erum hér vegna fótboltans en ekki öfugt.“
Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira