IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar.
Tilkynnt var í vikunni að þrjú þúsund og fimm hundruð dýnur af gerðunum Sultan Hamnö og Hasselbäck - sem framleiddar eru í Þýskalandi - yrðu innkallaðar vegna þess að magn tins og fosfórs í þeim hefði mæst yfir þeim mörkum sem IKEA setur fyrir vörur sínar.
Neytendayfirvöld í Þýskalandi gerðu prufanir á dýnunum og var það metið svo að efnin væru ekki í þeim í það miklum mæli að það ylli heilsufarsvandræðum. IKEA mat það hins vegar svo að rétt væri að kalla þær inn.
Innköllunin tekur til tiltekina IKEA búða í Hollandi, Portúgal, Spáni og Þýskalandi en ekki til Íslands. Dýnur af gerðinni Sultan Hamnö eru seldar hér á landi en þær koma ekki framleiðandanum þýska sem hér um ræðir.