Erlent

Vélmenni lék á fiðlu - túlkunin sögð vélræn

MYND/AP

Toyota afhjúpaði í gær nýjustu afurð sína, vélmenni sem spilar á fiðlu. Vélmennið er 150 sentimetrar á hæð og fingur þess eru nægilega þróaðir til þess að því tókst að flytja „Pomp and Circumstance" eftir Elgar á sýningunni í Tókíó í gær.

Þeir sem á hlýddu gagnrýndu róbótinn þó fyrir stirðbusalegan leik og sögðu túlkunina vélræna.

Forseti Toyota, Katsuaki Watanabe, sagði við tilefnið að vélmenni verði á meðal mikilvægustu afurða fyrirtækisins á komandi áratugum. Vélmennin verða prófuð á næstunni á spítölum í Japan og vonast menn til þess að vélmennin verði tekin í almenna notkun og notuð til að aðstoða eldra fólk og sjúklinga árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×